is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/32133

Titill: 
  • Hinsegin paradísin Ísland? Lagaleg staða hinsegin fólks í nýfrjálshyggðu samfélagi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður fjallað um lagaleg réttindi hinsegin fólks á Íslandi og borið saman við árangur réttindabaráttu hinsegin fólks á Norðurlöndunum. Þá verður sérstaklega einblínt á Samtökin ’78, frjáls félagasamtök sem starfað hafa ötullega í fjörutíu ár að bættum réttindum hinsegin fólks hérlendis og náð miklum árangri frá upphafsárum sínum. Starf þeirra snertir marga anga, frá pólitík, til fræðslu, ráðgjafar, menningar, listar, ungmennastarfs, félagsstarfs og sjálfstæðra verkefna. Staða hinseginfólks og Samtakanna ’78 verður skoðuð út frá kenningum mannfræða, kynjafræða og hinsegin fræða um jaðarsetning og skörun mismununar, gagnkynhneigðs regluveldis, hinsegin fræða og kenninga, nýfrjálshyggju og markaðshyggju. Þá verða kenningar hinsegin og femínisks fræðafólks á borð við Judith Butler, Michel Foucault, Kimberlé Crenshaw, Niru YuvalDavies, Audre Lorde, bell hooks og Adrienne Rich sérstaklega skoðaðar. Einnig verður farið yfir sögu, réttindabaráttu og lagaleg réttindi hinsegin fólks á Norðurlöndunum, til samanburðar við Ísland. Þá verður farið yfir sögu, réttindabaráttu og lagalega stöðu hinsegin fólks hér á landi og tengt við stöðu Samtakanna ’78. Af öllum systursamtökum Samtakanna ’78 hljóta þau langtum minnstan fjárhagslegan stuðning frá yfirvöldum til að sinna verkefnum sínum og þörfum hinsegin samfélagsins. Þetta veldur að þrátt fyrir orðspor Ísland um jafnréttisparadís, orðræðu sem gjarnan er nýtt af yfirvöldum á alþjóðavettvangi, er það fjarri veruleikanum. Í raun stendur Ísland verst hvað varðar lagaleg réttindi hinsegin fólks af Norðurlöndunum og er ástæða þess hin efnahagslega umgjörð yfirvalda sem Samtökin ’78 starfa innan og skerða möguleika þeirra til að bæta réttindastöðu hinsegin fólks á Íslandi.

Samþykkt: 
  • 9.1.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32133


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hinsegin_paradisin_Island_Heidrun_Fivelstad.pdf522.55 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlysing_Heidrun_Fivelstad.pdf339.38 kBLokaðurYfirlýsingPDF