is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/32134

Titill: 
  • Hvað eru hönnunarauðlindir og hvernig mun hönnun ýta undir ferli nýsköpunar í rekstrarumhverfi framtíðarinnar?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Skapandi hugsun er megin drifkraftur nýsköpunar þar sem fag hönnunar spilar stóran þátt í að móta hugmyndir í átt að virðisaukandi lausnum. Góð hönnun er fyrst og fremst betri virkni fyrir notandann sem getur meðal annars falið í sér þróun á nýjum vörum, þjónustu,
    ferlum eða samskiptaleiðum. Sú hugmyndafræði að hönnun spili mikilvægan þátt í ferli nýsköpunar hefur verið viðurkennd á meðal þekktra tækni- og hagfræðimenntaðra sérfræðinga um nokkurt skeið. Árið 1985 héldu Kline og Rosenberg því fram að til þess að tækni geti þróast í þá átt að hún hafi umtalsverð hagræn áhrif þurfi aðlaðandi og notendavæn hönnun að tilheyra ferli nýsköpunar. Meginmarkmið rannsókarinnar er að gefa skýra mynd af því hvernig fag hönnunar ýtir undir ferli nýsköpunar í rekstrarumhverfi framtíðarinnar og skoða hvaða merkingu lykilaðilar úr hagkerfi hönnunar leggja í hugtakið „hönnunarauðlind“. Tekin voru viðtöl við
    ellefu stjórnendur úr hagkerfi hönnunar á Íslandi og niðurstöður þeirra bornar saman við niðurstöður úr samnorræna rannsóknarverkefninu, Nordic Design Resource sem höfundur hefur tekið þátt í að móta í samstarfi við Hönnunarmiðstöð Íslands og systurstofnanir á Norðurlöndunum. Niðurstöður rannsóknarinnar leiða í ljós að hönnunarauðlind er í grunninn samstarf hönnuða og annarra atvinnugreina í átt að nýjum og notendavænum lausnum. Á Íslandi mátti greina hnökra í samstarfi við hönnuði sem
    meðal annars mátti leiða til fordóma og skorts á þjálfun hönnuða í þverfaglegri teymisvinnu. Höfundur telur því mikilvægt fyrir fag hönnunar að menntakerfið skapi vettvang sem eykur þverfaglegt samstarf og sýnileika á því hvernig aðferðarfræði hönnunar skapar virði innan um aðrar greinar. Framlag ritgerðarinnar er þar að auki mikilvægur undirbúningur fyrir kortlagningu norrænna hönnunarauðlinda í samnorræna rannsóknarverkefninu Nordic Design Resource. Þannig mun höfundur veita innsýn í það hvernig við skilgreinum hönnunarauðlindir og varpa ljósi á þær upplýsingar sem gott væri að kortleggja. Rannsóknin markar því upphaf umfangsmikillar kortlagningar norrænna hönnunarauðlinda sem mun ekki aðeins færa okkur góða yfirsýn yfir fag hönnunar á
    Norðurlöndunum heldur gefa okkur mikilvægt tækifæri til þess að fylgjast með þróun á sviði hönnunar á komandi árum.

Styrktaraðili: 
  • Styrktaraðili er á ensku Nordic Innovation
Samþykkt: 
  • 9.1.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32134


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Honnunaraudlindir-Skemman.pdf2,94 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlysinguummedferd.pdf214,95 kBLokaðurYfirlýsingPDF