is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32138

Titill: 
  • Endurhæfing og sálfélagslegur stuðningur fyrir ungt fólk sem greinist með krabbamein
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ungt fólk, á aldrinum 18-40 ára, sem greinist með krabbamein hefur ólíkari þarfir en aðrir aldurshópar sem greinast með sjúkdóminn og hafa þær verið lítið rannsakaðar. Ástæðan fyrir þessum því er sú að hópurinn getur verið staddur á mikilvægum og flóknum stigum í lífi sínu sem hafa mótandi áhrif á sjálfsmynd, þroska og framtíð hans. Krabbameinsgreining getur valdið truflun á þessu ferli. Tilgangur og markmið ritgerðarinnar er að kanna þær áskoranir sem ungt fólk sem greinist með krabbamein þarf að ganga í gegnum í sjúkdómsferlinu. Auk þess er markmiðið að kanna þátt endurhæfingar og sálfélagslegs stuðnings og hverjar meginþarfir hópsins eru í þeim efnum. Jafnframt er markmiðið að skoða stöðu endurhæfingar og sálfélagslegs stuðnings hérlendis fyrir ungt fólk með krabbameinsgreiningu. Rannsóknarspurningar ritgerðarinnar eru: Hvaða áskorunum stendur ungt fólk með krabbamein frammi fyrir í sjúkdómsferlinu? Hverjar eru endurhæfingar og stuðningsþarfir þeirra? Er þörf fyrir stefnumótun í málaflokkinum hjá stjórnvöldum?
    Niðurstöður sýna fram á flóknar áskoranir sem ungt fólk sem greinist með krabbamein þarf að takast á við. Áskoranirnar tengjast til að mynda mótun jákvæðrar sjálfsmyndar, meðal annars vegna líkamlegra breytinga, einangrunar og áhrifa sjúkdóms og/eða meðferðar á sálfélagslega líðan. Þarfir sem tengjast upplýsingagjöf um kynheilbrigði, líkamlega hreyfingu og síðbúnar afleiðingar sjúkdóms og/eða meðferða eru áberandi hjá ungu krabbameinsgreindu fólki. Beina þarf sjónum að því að endurhæfingarþjónusta sé einstaklingsbundin og samþætt svo hún sé veitt hverjum og einum einstaklingi á réttum tíma hverju sinni. Rík þörf er á stefnumótun hvað varðar endurhæfingu til hópsins til að hægt sé að mæta þörfum hans. Mikilvægt er að skipuleg endurhæfing og sálfélagslegur stuðningur standi ungu fólki til boða til þess að bæta lífsgæði þeirra og vegna þess að einstaklingar sem greinast með krabbamein eru í hættu á að þróa krabbamein með sér aftur.

Samþykkt: 
  • 10.1.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32138


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
FRG261L_Halla Dagný_BA ritgerðpdf.pdf524.91 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_Halla Dagný.pdf447 kBLokaðurYfirlýsingPDF