Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/32142
Frá árinu 1973 hafa verið gefin út Rb-blöð sem eru tækni- og leiðbeiningablöð fyrir byggingariðnaðinn. Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins og síðar Nýsköpunarmiðstöð Íslands hafa haldið utan um þessa útgáfu. Útgáfa Rb-blaða er frábrugðin hefðbundinni tímarita- eða bókaútgáfu. Um er að ræða lausblöðunga, 4-16 síður að lengd sem safnað er í möppur sem nota má sem handhægt uppsláttarrit af fagaðilum og almenningi. Aðaláhersla hefur alltaf verið lögð á að bjóða upp á Rb-blöðin í áskrift og því þarf að tryggja að útgáfunni sé viðhaldið. Rb-blöðin koma ekki út mánaðarlega heldur eru tvær til þrjár útgáfur á ári og þá eru gjarnan gefin út nokkur blöð í einu. Áskriftarverð miðast við fjölda útgefinna blaða. Útgáfan er rótgróin og blöðin notuð af fagmönnum í byggingariðnaði og húseigendum til viðmiðunar um viðhald og gerð mannvirkja. Í dag eru rúmlega 300 áskrifendur að blöðunum.
Hér verður til umfjöllunar saga útgáfu Rb-blaðanna en þau hafa verið gefin út í 45 ár, aðdragandi þeirrar útgáfu rýndur, skoðaðar verða breytingar á útliti og hönnun og farið yfir ritstjórnarferlið við útgáfu blaðanna. Einnig eru teknar fyrir áskoranir varðandi framsetningu á Rb-blöðum á rafrænu formi. Rafræn útgáfa tímarita og bóka eykst jafnt og þétt með nýrri tækni og um þessar mundir er áskrifendum Rb-blaða boðið upp á rafrænan aðgang að öllum gagnagrunninum. Að lokum verður farið í ferilinn við gerð og hönnun nýrrar vefverslunar Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, en í vefversluninni eru öll Rb-blöðin til sölu.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Yfirlysing_HelgaHalldorsdottir.pdf | 16,41 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
Rb_blod_MA_ritgerd_HelgaH.pdf | 1,68 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |