is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/32143

Titill: 
  • Einstakar mæður
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni ritgerðarinnar er að skoða ólík fjölskylduform, með áherslu á einstakar mæður. Fjölskyldur í nútímasamfélögum geta verið mismunandi og hafa hlutverk mæðra vissulega tekið breytingum á undanförnum árum. Þar sem hlutverk þeirra er að sjá um heimili og börn en nú eru þær einnig fyrirvinna og jafnvel eini uppalandinn. Markmið rannsóknarinnar er að skoða hugtakið einstök móðir, ásamt því að kanna hvað einkennir þennan hóp kvenna, sögu þeirra og þau úrræði sem staðið hafa þeim til boða.
    Niðurstöður leiddu í ljós umtalsverðar breytingar á fjölskylduformum sem og gildum innan samfélaga, þar sem konur höfðu orðið sjálfstæðari og sterkari einstaklingar út frá meðal annars kvennfrelsisbaráttum. Einstakar mæður koma úr flestum þjóðfélagshópum en álykta má að þær sem eru eldri og fjárhagslega sjálfstæðari hafi rutt brautina. Í kjölfar lagabreytinga og vísinda jukust einnig úrræði til barneigna og ættleiðinga meðal einhleypra kvenna jafnt sem annarra. Þau úrræði sem flestum konum standa til boða eru tæknifrjóvganir og hjá einstökum mæðrum er tæknisæðing vinsæl aðferð til barneigna. Vegna tæknivísinda og breyttra samfélaga hefur það orðið mun auðveldara fyrir einstaklinga að eignast börn, hvort sem það eru einhleypir, samkynhneigðir eða gagnkynhneigðir. Því má álykta að í nútímasamfélögum séu mismunandi fjölskylduform bæði samþykkt og viðurkennd af mörgum vestrænum ríkjum.

Samþykkt: 
  • 10.1.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32143


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Einstakar mæður.pdf432.42 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing.jpg1.41 MBLokaðurYfirlýsingJPG