is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/32145

Titill: 
  • Hvernig ertu kona? Veitingahyggja um kyn og kyngervi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er gerð grein fyrir kenningum Ástu Kristjönu Sveinsdóttur um veitingahyggju (e. conferralism) og því hvernig þær nýtast til þess að greina á milli félagslegra og náttúrulegra eiginleika. Ásta gaf árið 2018 út bókina Categories we live by; the construction of sex, gender, race, and other social categories þar sem hún setur kenninguna fram í heild sinni. Sú bók er aðalheimild þessarar ritgerðar.
    Það getur verið flókið að greina á milli náttúrulegra og félagslegra eiginleika. Stundum virðast eiginleikar vera náttúrulegir þegar þeir eru í raun félagslegir, eða öfugt. Veitingahyggja býður upp á ákveðna aðferð til þess að greina mismunandi gerðir eiginleika sem fólk býr yfir og hvernig, eða hvers vegna, það öðlast þá.
    Ritgerðin skiptist í þrjá hluta. Í þeim fyrsta er farið yfir ýmis hugtök sem tengjast veitingahyggju og þau skilgreind. Annar hlutinn segir frá veitingahyggju almennt, hvernig hún virkar og hvað hún er talin hafa fram yfir aðrar kenningar um félagslega og félagsgerða eiginleika. Í síðasta hlutanum er rýnt í það hvort aðferðir veitingahyggjunnar geti svarað titilspurningu ritgerðarinnar: hvernig ertu kona? Auk þess er litið á aðrar hugmyndir og kenningar um hvað það er að vera kona.

Samþykkt: 
  • 10.1.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32145


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hvernig ertu kona.pdf436,31 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
YfirlýsingUmMeðferðLokaverkefnis.pdf191,68 kBLokaðurYfirlýsingPDF