is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/32146

Titill: 
  • Áhrif skilnaðar á börn: Hvaða áhrif geta deilur foreldra haft á aðlögun og líðan barna eftir skilnað?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þrátt fyrir að skilnaðir séu í nútímasamfélagi taldir eðlilegt fyrirbæri geta þeir samt sem áður reynst börnum erfiðir. Í ljósi þess er mikilvægt að huga vel að börnum þegar slíkar breytingar eiga sér stað. Skilnaður sem slíkur veldur ekki óhjákvæmilega skaða heldur skiptir miklu máli hvernig staðið er að honum og einkum og sér í lagi þegar um ágreining og deilur milli foreldra er að ræða. Markmið þessarar ritgerðar var því að skoða áhrif deilna foreldra á aðlögun og líðan barna eftir skilnað. Niðurstöður leiddu í ljós að ágreiningur foreldra hefur slæm áhrif á líðan barna. Hins vegar kom fram að þeir þættir sem höfðu áhrif á aðlögunarferli barna eftir skilnað voru seigla og gott sjálfstraust. Þessir tveir þættir hafa jákvæð áhrif á andlega og félagslega líðan og auðveldar börnum að takast á við mótlæti síðar á lífsleiðinni. Foreldrasamvinna er lykilatriði þegar kemur að aðlögun og lífsgæðum barna í því breytingaferli sem skilnaður er. Má því álykta að góð samvinna milli foreldra dragi úr ágreiningi og auki tengsl barna við báða foreldra sína. Jafnframt hefur hún jákvæð áhrif á tengslamyndun barna síðar á lífsleiðinni.

Samþykkt: 
  • 10.1.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32146


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
EKH11_Áhrif skilnaðar á börn.pdf463,53 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
49253503_2228942553993508_2069736489310224384_n.jpg674,45 kBLokaðurYfirlýsingJPG