is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32147

Titill: 
  • „Moo, bitches“: Um birtingarmynd andófs í líkamsvirðingarbaráttunni gegn ríkjandi staðalmyndum nýfrjálshyggjunnar um kvenlíkama
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er gerð tilraun til þess að varpa ljósi á birtingarmynd andófs í femínískum aktívisma sem birtist á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #bodypositivity. Á seinustu árum hafa samfélagsmiðlar orðið sífellt vinsælari og með þessari menningarbreytingu hefur nýr aktívismi rutt sér til rúms. Aktívísminn sem hér um ræðir er stafrænn aktívismi sem birtist á Internetinu þar sem aktívistar nýta nýjan leikvang samfélagsmiðlanna til þess að koma skoðunum sínum á framfæri. Stuðst er við mannfræðilegar og femínískar kenningar um líkamann og skoðuð verða póst-femínísk sjónarhorn nýfrjálshyggjunnar sem hafa á seinustu á árum fengið aukið rými í gegnum vinsæla dægurmenningu og hugmyndir um líkamann sem söluvöru. Konum er talin trú um að allar þær athafnir sem þær stunda til þess að betrumbæta sjálfar sig geri þær vegna valfrelsis síns. Hugmyndafræði um ögun líkamans þar sem félagsleg stjórnun er notuð til þess að aga líkama og móta þá eftir samfélagslegum stöðlum er afbökuð í póst-femínískri hugmyndafræði. Femínískir fræðimenn hafa bent á samhengi hugtaksins auðsveipir líkamar sem Michel Foucault mótaði en femínískir fræðimenn telja að kvenlíkamar séu enn meira agaðir en karllíkamar og þess vegna eru þeir auðsveipir líkamar. Femínískir aktívistar hafa á seinustu árum notað stafrænan aktívisma á samfélagsmiðlum til þess að brjóta á hugmyndum samfélagsins um réttar og rangar líkamsgerðir. Niðurstöður rannsóknarinnar eru á þann veg að stafrænn aktívisimi undir formerkjum #bodypositivity beinist gegn póst-femínískum hugmyndum nýfrjálshyggjunnar, klámvæðingu og hugmyndum um einstaklingsábyrgð þegar kemur að heilbrigði.
    Lykilorð: ögun líkamans, auðsveipir líkamar, póst-femínismi, nýfrjálshyggja, andóf, stafrænn aktívismi, jákvæð líkamsvirðing

  • Útdráttur er á ensku

    This thesis examines the manifestation of resistance in feminist activism that appears on social media under the hashtag #bodypositivity. In the past years the popularity of social media has grown and with this cultural change has appeared a new type of activism. This is referred to as digital activism and gives social influencers a new platform to promote their ideals. In this thesis I will introduce anthropological and feminist theories of perception of the human body. I will also examine a neoliberalist post-feminist approach which in the last decade has used popular culture to spread ideas about the body as merchandise. Women are encouraged to believe that all activities they endorse to meet social standards of beauty are because of their own personal choice. The ideology of using social management to discipline the body and form it to meet social standards is denied in post-feminist ideology. Feminist scholars have pointed out the context between Michel Foucault’s docile bodies and they believe that women’s bodies are disciplined to a greater degree than men’s bodies and are therefore docile bodies. Feminist activists have in the last years used digital activism on social media to break down fast growing ideas about the right and wrong body types. The results indicate that the digital activism of #bodypositivity conflicts with neoliberalist post-feminist ideas, pornification, and ideas about individual responsibility when it comes to health as a choice.
    Key words: disciplining the body, docile bodies, post-feminism, neoliberalism, resistance, digital activism, body positivity

Samþykkt: 
  • 10.1.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32147


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
KristrúnHelga_BAritgerð.pdf390.95 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
kristrúnhelga_yfirlýsing.pdf246.76 kBLokaðurYfirlýsingPDF