is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/32148

Titill: 
  • Hefur glansmynd á samfélagsmiðlum áhrif á upplifun af móðurhlutverkinu? Tengsl birtingarmyndar móðurhlutverksins á samfélagsmiðlum, félagslegs samanburðar og upplifunar af móðurhlutverkinu
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Nýbakaðar mæður eru meðal virkustu notenda á samfélagsmiðlum. Á slíkum miðlum getur skapast vettvangur fyrir fræðslu og stuðning en einnig fyrir félagslegan samanburð. Tilhneiging er til að setja fram sínar bestu hliðar á samfélagsmiðlum og getur sú mynd sem birtist af móðurhlutverkinu verið úr takti við raunverulega upplifun. Fyrirmyndir í móðurhlutverkinu, líkt og bloggarar eða aðrir áhrifavaldar á samfélagsmiðlum, geta einnig skapað óraunhæf viðmið fyrir nýbakaðar mæður. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort samband væri á milli upplifunar af móðurhlutverkinu, félagslegs samanburðar og þeirra hugmynda sem nýbakaðar mæður hafa um móðurhlutverkið eins og það birtist á samfélagsmiðlum. Notuð voru tvö fyrirliggjandi mælitæki fyrir upplifun af móðurhlutverkinu og félagslegan samanburð. Þriðja hugtakið sem var til skoðunar, hugmyndir um birtingarmynd móðurhlutverksins á samfélagsmiðlum, er fremur nýtt og var erlent mælitæki aðlagað og þýtt fyrir rannsóknina. Þátttakendur voru valdir með hentugleikaúrtaki og uppfylltu skilyrðin að vera mæður sem eignuðust börn á 12 mánaða tímabili áður en spurningalistinn var lagður fyrir. Niðurstöðurnar sýna að mikill meirihluti nýbakaðra mæðra fylgist með öðrum mæðrum á samfélagsmiðlum, einkum á Snapchat, Facebook og Instagram. Heilt yfir telja mæður birtingarmynd móðurhlutverksins á samfélagsmiðlum vera jákvæða og sýna auðvelt hlutverk sem veitir gleði og lífsfyllingu. Á hinn bóginn telja þær sömu birtingarmynd ekki draga upp raunsæja mynd af móðurhlutverkinu. Mæður sem hafa aukna tilhneigingu til að bera sig saman við aðra eiga síðri upplifun af móðurhlutverkinu og sjá birtingarmynd þess á samfélagsmiðlum í jákvæðara ljósi. Eldri mæður og mæður með aukna menntun meta upplifun sína af móðurhlutverkinu betri og bera sig síður saman við aðra.

Samþykkt: 
  • 10.1.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32148


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaútgáfa-masters.pdf1.93 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
skemman yfirlýsing GG.jpeg496.23 kBLokaðurYfirlýsingJPG