en English is Íslenska

Thesis (Master's) University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/32154

Title: 
  • Title is in Icelandic Meðalhófsreglan við húsleit og haldlagningu eftirlitsstjórnvalda hjá lögaðilum
Degree: 
  • Master's
Keywords: 
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Í ritgerðinni er fjallað um að hvaða leyti meðalhófsreglan takmarkar heimildir eftirlitsstjórnvalda líkt og Samkeppniseftirlitið, Seðlabanka Íslands, skattrannsóknarstjóra ríkisins og Fjármálaeftirlitið við framkvæmd húsleitar og haldlagningar hjá lögaðilum og hvaða viðmið hafa mótast út frá henni í dómaframkvæmd hér á landi og hjá MDE.
    Eftirlitsstjórnvöldum er veitt heimild til framangreindra rannsóknarúrræða án þess að sérlögin sem þau starfa eftir kveði á um með nákvæmum leiðbeiningum hvernig framkvæmd þeirra skuli háttað. Er þeim gert skylt að fylgja lögum nr. 88/2008 um meðferð sakamála við framkvæmd húsleitar og haldlagningar, sem hafa að geyma ítarlegri ákvæði um framkvæmdina en þó ekki nákvæmar leiðbeiningar heldur. Markmið framangreindra rannsóknaraðgerða er að afla gagna til þess að upplýsa um hvort brot í starfsemi lögaðilanna hafi átt sér stað og í kjölfarið taka ákvörðun um lyktir málsins. Í þeim tilvikum vegast á andstæðir hagsmunir. Annars vegar hagsmunir samfélagsins af því að brot séu uprætt og hins vegar hagsmunir þeirra aðila sem fyrir takmörkuninni verða, af því að njóta réttinda, líkt og friðhelgi heimilis og friðhelgi bréfaskipta, sem vernduð eru af 71. gr. stjskr. og 8. gr. MSE. Heimildum eftirlitsstjórnvaldanna til rannsóknaraðgerðanna og framkvæmd þeirra eru settar ákveðnar skorður með meðalhófsreglunni. Í meðalhófsreglunni felst að í hverju tilviki fyrir sig þurfa stjórnvöld að gæta þess að ganga ekki of langt á þau réttindi sem varin eru af MSE og stjórnarskránni. Stjórnvöldin verða að finna ákveðinn meðalveg á milli þeirra andstæðu hagsmuna sem vegast á í hverju tilviki fyrir sig og finna þá lausn sem nær markmiðum þeim sem að er stefnt án þess að skerða of mikið réttindi hlutaðeigandi aðila. Meðalhófsreglan er því ekki algild regla sem leiðir til afdráttarlausrar niðurstöðu, heldur er hún vísiregla sem taka verður mið af við skýringu reglna og úrlausn mála í hverju tilviki fyrir sig. Fjallað er um stöðu lögaðila gagnvart mannréttindavernd 71. gr. stjskr. og 8. gr. MSE. Þar á eftir er meðalhófsreglan skoðuð við framkvæmd húsleitar og haldlagningar eftirlitsstjórnvalda hjá lögaðilum og hvaða viðmið hafa mótast út frá henni við dómaframkvæmd og hvernig eftirlit dómstólanna er háttað með slíkum framkvæmdum eftirlitsstjórnvaldanna.

Accepted: 
  • Jan 11, 2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32154


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Meðalhófsreglan við húsleit og haldlagningu eftirlitsstjórnvalda hjá lögaðilum.pdf773.04 kBLocked Until...2030/12/31Complete TextPDF
Skemma-yfirlysing.pdf65.83 kBLockedYfirlýsingPDF