is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32159

Titill: 
 • Átröskun og parsambandið
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Átraskanir eru alvarlegir geðsjúkdómar sem hafa áhrif á líf þeirra sem eru að glíma við átröskunina og fjölskyldur þeirra og finnast hjá einstaklingum í öllum stéttum og þjóðfélagshópum. Tíðni átraskana hjá einstaklingum sem eru í hjóna eða parsambandi hefur farið vaxandi. Þessi ritgerð fjallar um átröskun og parsambandið. Ritgerðin byggir á eigindlegri rannsókn þar sem viðtöl voru tekin við sex maka einstaklinga sem eiga við átröskun að stríða og höfðu verið í meðferð hjá átröskunarteymiLandspítala Háskólasjúkrahúss á Hvítabandi. Allir einstaklingarnir sem áttu við átröskun að stríða voru gagnkynhneigðar konur. Stuðst var við hálfstaðlaðan viðtalsvísi í viðtölunum. Viðtölin voru öll hljóðrituð og afrituð að því loknu og síðan þemagreind. Meginniðurstöður gefa vísbendingu um að átröskunin geti haft margþætt áhrif á makann og parsambandið. Samkvæmt mökunum voru konur þeirra einnig að glíma við aðra geðræna erfiðleika sem hafði áhrif á þeirra líðan. Fram kom að þeim leið almennt vel í parsambandinu en fannst einnig margt vera erfitt og að átröskunin kæmi niður á samskiptum við konur sínar, sem og nánd, kynlíf sem gat verið erfitt að ræða um. Fram kom í svörum sumra viðmælenda að þeir upplifðu að konur þeirra útilokuðu þá. Þá kom fram hjá sumum mökunum að konur þeirra væru að glíma við lágt sjálfsmat og óöryggi og voru oft á tíðum ósáttar við sjálfa sig. Niðurstöður gáfu einnig til kynna að makarnir væru að styðja konur sínar á ýmsan hátt en fannst erfitt sð vera í því hlutverki. En gáfu til kynna að þeir vildu vera til staðar fyrir þær. Flestir makarnir töldu að stuðningur frá stórfjölskyldu mætti vera meiri. Niðurstöður bentu til þess að flestir makarnir væru ánægðir með átröskunarmeðferð kvenna sinna og fannst mikilvægt að fá að vera þátttakendur í meðferðinni. Þeim fannst mikilvægt að fræðast um sjúkdóminn til að skilja betur líðan kvennanna og til að vera betur til staðar fyrir þær.
  Lykilhugtök: Átröskun, líðan maka, parsamband, kynlíf og samskipti.

 • Útdráttur er á ensku

  Eating disorders are serious disorders that affect the lives of individuals and their families that are dealing with them and affect individuals from every class and ethnic group. The number of individuals dealing with eating disorders that are married or in a relationship has increased. The following paper focuses on eating disorders and relationships. This paper is based on qualitative research were spouses of six individuals with eating disorders that had been in counseling at Landspítali Háskólasjúkrahús’s eating disorder team, were interviewed using semi-structured interviews that were analyzed by themes. All the individuals that had eating disorders were heterosexual women. The results indicated that eating disorders had numerous effects on the spouse and the relationship. According to the spouses the women were also dealing with other psychological difficulties that influenced their wellbeing. The spouses generally felt good in the relationship but also felt that many things were difficult and that the eating disorder affected the communication in a negative way, as well as intimacy, and sex life that they thought was difficult to discuss with their spouses. Also, some spouses felt that their wives shout them out. According to the spouses, their wives were dealing with low self-esteem, insecurity, and they also said that their wives were unsatisfied with themselves. Furthermore, the results indicated that the spouses were supporting their wives in many ways but it was demanding for them to fulfil that role. However the spouses reported that they wanted support their wives. Most of the spouses reported that they would like to receive more support from the extended family. Futhermore, the results indicated that the spouses were satisfied with the counceling their wives received and wanted to take part in it. They also found it important to gain knowledge about the disorder to understand better their wives’ emotional state and to be better support.
  Key terms: Eating disorders, spouses, intimate relationship, sex and communication.

Samþykkt: 
 • 14.1.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/32159


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
yfirlýsing um meðferð lokaverkefna.pdf415.32 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Guðrún Kolbrún Otterstedt Átröskun og parsambandið.pdf1.16 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna