en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/3215

Title: 
  • Title is in Icelandic Hvernig líta Íslendingar á sig sem neytendur?
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Ritgerð þessi er lokaverkefni til B.S.- prófs við Viðskipta- og raunvísindadeild Háskólans á Akureyri, vormisseri 2009. Markmið skýrslunnar er að rannsaka það hvernig Íslendingar líta á sig sem neytendur. Einnig leitast skýrsluhöfundur við að kanna hvernig menning hefur áhrif á neytendahegðun, þar sem leiða má líkum að því að menning Íslandinga hafi áhrif á neytendahegðun þeirra. Gengið var út frá eftirfarandi rannsóknarspurningu: Hvernig líta Íslendingar á sig sem neytendur. Til þess að svara spurningunni voru fræði neytendahegðunar skoðuð og þá einkum menning og helstu áhrifaþættir neytendahegðunar.
    Hugtökin neytendahegðun og menning eru skilgreind og neytendahegðun Íslendinga og menning þeirra skoðuð. Helstu áhrifaþættir neytendahegðunar eru teknir fyrir og þeim gerð góð skil. Neytendahegðun er sú hegðun einstaklinga sem á sér stað við kaup og neyslu á vörum og þjónustu. Hún mótast af hinum ýmsu þáttum umhverfis, og vega menningarlegir þættir þar þyngst. Menning er mismunandi eftir þjóðum, og mótast hegðun einstaklinga eftir þeim siðum, gildum og lögum sem eru við lýði í hverju þjóðfélagi.
    Rýnihóparannsókn var gerð til að kanna neyslumál Íslendinga og var tilgangur rannsóknarinnar m.a. að kanna virkni neytenda, verðlagsvitund þeirra, samfélagslega ábyrgð og hvort munur sé á neyslu einstaklinga eftir menningu. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa m.a. til kynna að Íslenskir neytendur taki ekki nógu ígrundaðar ákvarðanir þegar kemur að neyslu og þeim hættir til að eyða um efni fram. Þeir eru ekki nógu vel vakandi fyrir verðlagi, verðmerkingum og gölluðum vörum, og kvarta örsjaldan þegar þeir telja brotið á sér. Aðalástæðan fyrir því að þeir kjósa aðgerðarleysi er að þeir „nenna“ ekki að kvarta, því þeir telja að það muni ekki skila tilætluðum árangri. Íslenskir neytendur eru ekki nógu virkir í mótmælaaðgerðum sem beinast að uppsprengdu verðlagi og of hárri álagningu. Þeir eiga það til að standa aðgerðarlausir hjá, sem gerir það að verkum að fákeppni og hátt verðlag fær þrifist hér á landi. Skýrsluhöfundur telur að eftir að hafa kynnt sér þessi mál að undanförnu, að efla þyrfti neytendasamtök á Íslandi og bæta neytendafræðslu almennings. Íslenskir neytendur þurfa að sýna samstöðu, því það er mikilvægt í baráttunni gegn fákeppni, of háu verðlagi og skuldasöfnun einstaklinga.

Description: 
  • Description is in Icelandic Verkefnið er lokað
Accepted: 
  • Jul 14, 2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3215


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Lokaritgerð.pdf315.9 kBLockedHvernig líta Íslendignar á sig sem neytendur?PDF