en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/32160

Title: 
 • Title is in Icelandic Orðaauðgi - auðugri orðaforði: TöfraDís orðaskjóða
Degree: 
 • Master's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Síðustu ár hefur töluvert verið rætt um að íslenskir grunnskólanemendur séu að glata orðaforða sínum. Það er rétt að orðaforði þjóðarinnar hefur breyst. Með breyttum fjölskylduaðstæðum þar sem börn umgangast afa sína og ömmur minna en áður, er orðaforðinn annar hjá þeim eldri en þeim yngri. Það þýðir ekki að orðaforðinn sé minni heldur er hann annar á milli kynslóða.
  Í þessari ritgerð er rætt um mikilvægi og nauðsyn þess að búa yfir ríkulegum orðaforða, bæði til þess að geta komið vel fyrir sig orði í ræðu og riti sem og auðveldað samskipti. Orðaforða er hægt að kenna og hér eru skoðaðar tvær kennsluaðferðir sem efla orðaforðanám. Annars vegar Orðaspjall og hins vegar kennsluhættir Li Jilin. Það er einnig nauðsynlegt að útvega nemendum öflug hjálpartæki við orðaforðanámið.
  Samheitaorðabókinni TöfraDís orðaskjóðu er ætlað að vera þetta öfluga hjálpartæki fyrir grunnskólanemendur sem auðveldar þeim að auðga orðaforða sinn og gera rit- og talmál þeirra blæbrigðaríkara. Orðasafnið er þýðing á þýsku bókinni Pfiffikus sem hefur fylgt þýskum börnum og ungmennum frá árinu 2000. Viðfangsefni ritgerðarinnar er einnig að undirbúa TöfraDís fyrir útgáfu. Í lokakaflanum er fjallað um störf ritstjóra og skoðað hvernig handrit orðasafnsins tók breytingum eftir að ritstjóri fór höndum um textann.

Accepted: 
 • Jan 14, 2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/32160


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
ORDAUDGI_MA ritg_LydiaOsk_2019_SKEMMAdocx.pdf2.74 MBLocked Until...2070/01/01Complete TextPDF
Yfirlysing_LydiaOsk.pdf2.46 MBLockedYfirlýsingPDF