is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32164

Titill: 
  • Fantasíur fyrir ungmenni: þýðing á bókinni Hreinsuð
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Fantasíur hafa einhverra hluta vegna aldrei náð að festa rótum hér á landi þrátt fyrir gríðarmiklar vinsældir úti í heimi. Úti í hinum enskumælandi löndum eru fantasíubækur oftast markaðsettar fyrir ungmenni (e. young adult) en þrátt fyrir að bækurnar séu sagðar vera ungmennabækur þá er stór hluti lesendanna í tölu fullorðinna. Það var ekki fyrr en árið 2014 sem orðið „ungmennabækur“ sást fyrst í Bókatíðindum. Yngri kynslóðin á Íslandi er sögð vera að „glata íslenskunni“ en samt er lítið sem ekkert gert til að sporna gegn því. Mikið er um framtök til að auka lestraráhuga barna en ekkert er hugsað út í að auka framboð á lesefni fyrir ungmennin. Það þýðir lítið að efla áhuga barna á lestri á íslensku efni ef framboðið á ungmennabókum er svo lítið að unga fólkið neyðist til að leita út fyrir landsteinana að efni sem vekur áhuga þeirra þegar þau eru hætt að vera börn og barnabækurnar ögra ekki lengur lesendanum. Framboð á bæði íslensku og þýddu lestrarefni svo sem fantasíu, distópíu og fleira í þeim dúr gæti aukið áhuga unga fólksins á yndislestri og þá mögulega komið í veg fyrir að við „glötum íslenskunni“. Þetta er ákveðinn vítahringur sem við virðumst vera komin í. Stór hluti yngri kynslóðarinnar leitar í erlendar bækur vegna þess að það er svo lítið og einhæft framboð á efni sem vekur áhuga þeirra og þegar bókaútgáfur reyna að gefa út fantasíubækur á íslensku í dag fást lesendurnir ekki til að kaupa bækurnar af því að þeir eru orðnir vanir því að lesa á erlenda tungumálinu og kjósa það fram yfir móðurmálið.

Samþykkt: 
  • 14.1.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32164


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA ritgerð Steinunn Brynja Óðinsdóttir FINAL.pdf373.05 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing Steinunn Brynja.pdf189.19 kBLokaðurYfirlýsingPDF