Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32166
Greinargerð þessi er hluti af lokaverkefninu mínu, „Ólétta stelpan“, í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands. Auk greinargerðarinnar er verkefnið í formi fimm útvarpsþátta sem var útvarpað á Rás 1 haustið 2018. Í hverjum þætti spjallaði ég við stelpur sem eiga það sameiginlegt að hafa átt barn á aldrinum 15–18 ára. Hver þáttur var á bilinu 34–41 mínútu langur. Markmiðið með útvarpsþáttunum var að gefa ungu mæðrunum tækifæri á því að tjá sig opinberlega um sína upplifun á því að vera barnung móðir og miðla þannig þeirri sérstöku menningu sem tengist barnungum mæðrum á Íslandi.
Markmiðið með greinargerðinni er að reyna að skilja menningarheim ungu mæðranna út frá fræðilegum grunni og svara því hvernig það er valdeflandi fyrir þær að segja sína sögu. Markmiðið er líka að greina verkferilinn við gerð útvarpsþáttanna og svara því hvernig útvarpsmiðillinn hentar vel til þess að miðla upplifun og tilfinningum ungu mæðranna.
Rannsóknarspurningarnar eru því eftirfarandi:
Hvernig lýsir menningin sem ungu mæðurnar tilheyra sér?
Hvernig upplifa ungu mæðurnar að lífið hafi breyst eftir að þær urðu mæður?
Hvernig er það valdeflandi fyrir stelpurnar að segja sína sögu af móðurhlutverkinu og hvaða áhrif hefur það á samfélagið?
Að hvaða leyti hentar útvarpsmiðillinn betur en aðrir miðlar til þess að miðla upplifun og tilfinningum stelpnanna gagnvart aðstæðum sínum?
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Ólétta stelpan MA ritgerð í hagnýtri menningarmiðlun .pdf | 540.66 kB | Opinn | Greinargerð | Skoða/Opna | |
forsida.pdf | 265.29 kB | Opinn | Forsíða | Skoða/Opna | |
Skemman_yfirlysing.pdf | 183.4 kB | Lokaður | Yfirlýsing |