is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/32167

Titill: 
  • Titill er á þýsku Vermittlungsmethoden im isländischen DaF-Unterricht
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Eftirfarandi ritgerð er lögð fram til MA-prófs í þýskukennslu við Háskóla Íslands. Í ritgerðinni eru kynntar nokkrar kennsluaðferðir sem hægt er að beita við kennslu erlendra tungumála. Þær aðferðir sem ég valdi eru þýðingar- og málfræðiaðferðin, beina aðferðin, hlustunar- og talaðferðin og tjáskiptaaðferðin. Þess má geta að þetta eru þær aðferðir sem er lögð áhersla á í náminu.
    Könnun var lögð fyrir þýskukennara í framhaldsskólum til að fá yfirsýn yfir notkun á ofangreindum kennsluaðferðum í tímum. Alls tóku 24 kennarar þátt, bæði karlar og konur á mismunandi aldri. Í könnuninni er auk þess fjallað um færniþættina fjóra: hlustun, ritun, lestur og tal sem eru mikilvægur þáttur af því sem fer fram í kennslustofunni og sem fylgir kennsluaðferðunum á einn eða annan hátt. Niðurstöðurnar sýna að flestallir kennarar sækja endurmenntun sem varðar kennsluaðferðir reglulega. Þeir eru duglegir að nýta sér fjölbreyttar kennsluaðferðir við kennslu og nota ekki einungis bækurnar heldur eru farnir að grípa í efni af netinu til að kennslustundin verði áhugaverðari fyrir nemendurna. Það vakti athygli að kennarar erlendra tungumála samræma ekki kennsluaðferðir sín á milli, sem getur þó alveg talist eðlilegt þar sem einstaklingar eru misjafnir og hafa misjöfn áhugamál og skoðanir. Það var athyglisvert að sjá að í þýskukennslu er aðalvandamálið að fá nemendur til að tjá sig á þýsku og þess vegna er töluð íslenska í tíma hjá meira en helmingi kennara. Kennarar tjá sig þá líka frekar á íslensku vegna þess að það er of erfitt að ná til nemenda þegar töluð er þýska.

Samþykkt: 
  • 15.1.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32167


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA-ritgerð Margrét Elín Ólafsdóttir.pdf3.06 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Margrét Elín - yfirlýsing.pdf285.57 kBLokaðurYfirlýsingPDF