is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32168

Titill: 
  • Mánuður Myndlistar: Um framkvæmd og tilgang menningarverkefna
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er hluti af lokaverkefni í námi í Hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands. Hagnýti hluti verkefnisins fól í sér að verkefnastýra Mánuði Myndlistar, menningarverkefni sem haldið var í október 2018. Meginstef ritgerðarinnar eru tvö: Annars vegar er gerð grein fyrir skipulagningu og framkvæmd Mánaðar Myndlistar 2018 sem og mögulegar úrbætur og lausnir á vandamálum sem verkefnið stendur frammi fyrir eru skoðaðar með tilliti til framtíðar verkefnisins. Hins vegar er komist að niðurstöðu um tilgang menningarverkefna útfrá rannsókn á menningarhugtakinu, íslenskri menningarsögu og ýmsum kenningum um hlutverk menningar í pólitísku og samfélagslegu samhengi. Ritgerðinni er skipt í tvo stóra kafla sem byggja á þessum meginstefum. Fyrri kaflinn er í formi skýrslu sem snýr einungis að Mánuði Myndlistar 2018 en síðari kaflinn er rannsókn þar sem menningarhugtakið er skoðað og komist er að niðurstöðu um tilgang menningarverkefna. Hvor kafli um sig er tæpar þrjátíu blaðsíður og þó þeir séu skýrt afmarkaðir með tölustöfunum A og B eru þeir skrifaðir þannig að þeir styðja hvor við annan. Með skýrslunni koma vangaveltur rannsóknarinnar í ljós í raunverulegri framkvæmd verkþátta Mánaðar Myndlistar en í rannsókninni er sýnt fram á hvaða hugmyndafræði réði ákvörðunum og megináherslum við skipulagningu Mánaðar Myndlistar. Vonin er sú að ritgerð þessi geti bæði gagnast komandi verkefnastjórum Mánaðar Myndlistar við framkvæmd verkefnisins en líka öðrum verkefnastjórum eða skipulagsaðilum menningarverkefna.

Tengd vefslóð: 
  • www.manudurmyndlistar.is
Samþykkt: 
  • 15.1.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32168


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
M.A.ritgerd_lokagerd_prent.pdf2.75 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
skemman_yfirlysing.pdf449.89 kBLokaðurYfirlýsingPDF