is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3217

Titill: 
 • Staða leiklistar í grunn- og framhaldsskólum
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Ritgerð þessi fjallar um stöðu leiklistar í grunn- og framhaldsskólum og er unnin á sviði uppeldis- og menntunarfræða. Staða leiklistar sem listgreinar verður metin og kannað hvort hún sé notuð sem kennsluaðferð í grunn- og framhaldsskólum.
  Til að leggja mat á stöðu leiklistar í grunn- og framhaldsskólum innan námskráa var Aðalnámskrá grunnskóla listgreinar, frá árinu 1999, borin saman við Aðalnámskrá grunnskóla listgreinar tillögur frá janúar 2006 og Aðalnámskrá framhaldsskóla listgreinar, frá árinu 1999, við Aðalnámskrá framhaldsskóla listgreinar, tillögur frá mars 2006.
  Tölvupóstkönnun var lögð fyrir skólastjóra allra grunn- og framhaldsskóla á landinu til að afla upplýsinga um stöðu leiklistar í þeirra skólum. Könnun var ennfremur lögð fyrir félagsmenn félags um leiklist í skólastarfi (FLÍSS) um hvernig og hvort þeir noti leiklist í kennslu og/eða leiklist sem listgrein.
  Helstu niðurstöður eru þær að gert er ráð fyrir leiklist í kennslu í Aðalnámskrám grunn- og framhaldsskóla. Á vettvangi er leiklist notuð í mörgum skólum við hátíðleg tilefni, t.d. á þemadögum, árshátíðum og um jól og páska. Yfirleitt er ekki um beina kennslu leiklistar sem listgreinar að ræða, þó með nokkrum undantekningum. Leiklist í kennslu/leikræn tjáning er notuð í einhverjum mæli í nokkrum skólum en ætti samkvæmt Aðalnámskrá grunnskóla að vera þverfagleg og meira notuð í kennslu.

Samþykkt: 
 • 14.7.2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/3217


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Staða leiklistar í grunn- og framhaldsskólumfixed.pdf953.24 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna