is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32170

Titill: 
 • Af hlýleika til óðalsins: Þegar Sementsverksmiðju ríkisins var valinn staður.
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Árið 1935 hófu íslensk stjórnvöld að kanna möguleika þess að reisa sementsverksmiðju á Íslandi. Um mikið atvinnumál var að ræða þar sem engin stóriðja var á landinu í þá daga. Fengnir voru erlendir sérfræðingar til að kanna aðstæður til sementsframleiðslu hérlendis og í ljós kom árið 1936 að ekki væri arðbært að hefja sementsframleiðslu á Íslandi. Íslendingar gáfust þó ekki upp á því að reisa sementsverksmiðju hérlendis og á meðan síðari heimsstyrjöldin stóð sem hæst rauk upp verð á sementi í heiminum. Forsendur höfðu þá breyst frá árinu 1936 og stjórnvöld fóru aftur að sýna málinu áhuga.
  Segja má að sementsverksmiðjumálið, sem leiddi til þess að Sementsverksmiðju ríkisins var valinn staður á Akranesi árið 1949, hafi hafist fyrir alvöru árið 1946 með ráðningu Haralds Ásgeirssonar í Atvinnudeild Háskólans. Haraldi var falið það verkefni að rannsaka skilyrði til sementsgerðar hérlendis og að finna vænlega staðsetningu fyrir verksmiðjuna. Haraldur stjórnaði rannsóknum á málinu frá 1946-1948 og miðuðust allar hans rannsóknir að því að verksmiðjan skyldi reist á Vestfjörðum, þá var Önundarfjörður einkum í forgrunni. Leiddu rannsóknir hans til þess að á Alþingi var lagt fram frumvarp til laga um sementsverksmiðju á Önundarfirði haustið 1947. Ákvæðið um Önundarfjörð féll úr frumvarpinu við þriðju umræðu efri deildar þingsins á vormánuðum 1948.
  Í upphafi árs 1949 var skipuð þriggja manna sementsverksmiðjunefnd af Bjarna Ásgeirssyni, atvinnumálaráðherra, sem ljúka átti við rannsóknir Haralds Ásgeirssonar og undirbúa byggingu sementsverksmiðju. Fljótlega eftir að sú nefnd tók til starfa var horfið frá hugmyndum Haralds um verksmiðju á Vestfjörðum og farið að miða að því að sementsverksmiðjan yrði reist á Akranesi. Fáeinum mánuðum síðar höfðu stjórnvöld tekið þá ákvörðun að sementsverksmiðjan yrði reist á Akranesi.
  Eitthvað olli þessari snörpu stefnubreytingu og í þessari ritgerð verður skoðað hvað það var. Kannað verður hvort sementsverksmiðjumálið hafi verið unnið af fagmennsku eða hvort um var að ræða byggðapólitík. Til að reyna að svara því verða rannsóknir málsins skoðaðar, bæði frá innlendum og erlendum sérfræðingum. Eins verður reynt að komast að því hvort tengsl manna við umræddar staðsetningar hafi ráðið för í málinu.

Samþykkt: 
 • 17.1.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/32170


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Af hlyleika til odalsins.pdf600.87 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlysing.pdf1.25 MBLokaðurYfirlýsingPDF