is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/32172

Titill: 
 • Skattlagning íþróttamanna á alþjóðavettvangi
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Skattlagning íþróttamanna á alþjóðavettvangi
  Meginmarkmið ritgerðarinnar er að varpa ljósi á hvaða reglur gilda um skattlagningu íþróttamanna á alþjóðavettvangi. Tilgangurinn er að gera grein fyrir 17. gr. samningsfyrirmynd OECD sem fjallar um skattlagningu tekna íþróttamanna sem þeir afla sér í öðru ríki en því sem þeir eru heimilisfastir í.
  Í upphafi ritgerðarinnar er fjallað almennt um alþjóðlegan skattarétt, tilgang tvísköttunarsamninga og túlkun þeirra. Því næst er fjallað um samningsfyrirmynd OECD og hvaða stöðu samningsfyrirmyndin hefur fyrir íslenskan skattarétt. Í kjölfarið verður fjallað um uppruna og þróun 17. gr. samningsfyrirmyndar OECD. Þá er gildissviði ákvæðisins einnig gerð ítarleg skil, bæði hvað varðar einstaklinga sem falla undir hugtakið íþróttamenn auk þess hvaða tekjur íþróttamanna falla undir gildissvið ákvæðisins. Í ritgerðinni er einnig fjallað um íslenskar skattareglur varðandi skattlagningu íþróttamanna. Rakið er hvaða reglur gilda um skattlagningu íslenskra íþróttamanna og þær reglur sem gilda um skattlagningu erlendra íþróttamanna sem hér koma til lands í skamman tíma. Farið er í gegnum hvort ákvæði laga um tekjuskatt nr. 90/2003 brjóti í bága við fjórfrelsisákvæði EES-samningsins vegna skattlagningu erlendra íþróttamanna. Að lokum verður litið til hvort hægt sé að skattleggja tekjur íþróttamanna með öðrum hætti en samkvæmt 17. gr. samningsfyrirmyndar OECD og farið verður í gegnum gagnrýni fræðimanna í alþjóðlegum skattarétti ásamt þeim tillögum sem settar hafa verið fram.
  Með framangreind sjónarmið að leiðarljósi verður því í ritgerð þessari, reynt eftir fremsta megni, að gera grein fyrir þeim reglum sem gilda um skattlagningu þessara aðila á alþjóðavettvangi.

 • Útdráttur er á ensku

  Taxation on sportspersons performing abroad
  The main subject of this thesis is to explain what rules apply to the international taxation of sportspersons performing abroad, especially in regards to Article 17 of the OECD Model Tax Convention which details the State‘s right to tax the income derived from activities of a non-resident sportsperson. This Thesis will begin with a general discussion about International Taxation, the purpose of Double Taxation Agreements (DTAs) and their interpretation. Subsequently, the OECD Model Tax Convention will be explained with special focus on its position in the Icelandic legal system. A discussion on the history and development of Article 17 of the OECD will be detailed, along with its paragraphs regarding the definition of a sportsperson and what are the source of income of these activities. The Thesis also covers the Icelandic taxation rules regarding sportspersons, both resident and non-resident, raising the question if provision of the Icelandic statue on income tax nr. 90/2003 regarding taxation on foreign sportsperson are in breach of Iceland’s commitment to the EEA Agreement. Finally, potential amendments to Article 17 are discussed and their corresponding criticism.

Samþykkt: 
 • 17.1.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/32172


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ML RITGERÐ 2018 Skattlagning íþróttamanna.pdf969.42 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna