is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/32173

Titill: 
  • Lögsaga og lagaval í málum vegna alþjóðlegra loftflutningasamninga
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Hagkvæm landfræðileg staðsetning Íslands leiðir til þess að landið er hentugt fyrir flutningasamgöngur. Staðsetningin gerir það að verkum að gífurlegur fjöldi farþega og verulegt magn af farmi er flutt í gegnum Ísland þar sem landið er miðpunktur tengingar í leiðakerfi sem tengir saman Evrópu og Bandaríkin. Loftflutningar grundvallast á samningi milli flytjanda og farþega eða eiganda farms. Athugun ritgerðarinnar beinist að réttarstöðu aðila sem nýta sér þennan flutningsmáta.
    Í þessari ritgerð, sem ber heitið „Lögsaga og lagaval í málum vegna alþjóðlegra loftflutningasamninga“, er meginefni umfjöllunar tvíþætt. Annars vegar er farið yfir hvaða meginreglur gilda um lagaval aðila innan samninga þegar mál hefur tengsl við fleiri en eitt land, meðal annars samkvæmt ákvæðum laga nr. 43/2000 um lagaskil á sviði samningarréttar. Hins vegar koma til skoðunar reglur um varnarþing, til dæmis í þeim tilvikum þegar málshöfðun rís vegna vanefndar á samningi um loftflutning sem hefur tengsl við fleiri en eitt lögsagnarumdæmi.
    Meginmarkmið ritgerðarinnar er að svara rannsóknarspurningunni: „Hafa samningsaðilar samið um lagaval í stöðluðum samningum um loftflutning?“. Umfjöllunin tekur mið af þrenns konar samningum um loftflutning en þeir eru farseðill, farangurmiði og farmflutningur. Ákjósanlegasta leiðin til að svara rannsóknarspurningunni með sannfærandi hætti og gera framangreindum reglum rækileg skil er að nálgast umfjöllunarefnið með heildstæðum hætti.
    Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru þær að samningsaðilar hafa hvorki samið berum orðum um lagaval í samningi um farseðil og farangursmiða né verður lagavalið talið með vissu leiða af samningi aðila eða öðrum atvikum tengdum samningsgerðinni. Af því leiðir að efnisreglur þess lands sem samningur telst hafa sterkust tengsl við, munu skera úr um réttarágreining samningsaðila. Hvað varðar lögsögu þá leiðir áðurgreint samningssamband af sér tvenns konar regluverk um lögsögu. Það er varnarþingsreglur 115. gr. laga nr. 60/1998 um loftferðir og varnarþingsreglur laga nr. 7/2011 um Lúganósamninginn um dómsvald og um viðurkenningu og fullnustu dóma í einkamálum.

  • Útdráttur er á ensku

    The favorable geographic location of Iceland makes it well positioned for transportation, especially air transport. Iceland’s center point of the route schedule connecting Europe and USA makes for vast number of passengers and cargo coming through Iceland.
    Air transport is subject to contracts between carrier and passenger or freight owner. This essay will examine the legal status of parties which utilize this type of transportation.
    In this essay, which is named „Jurisdiction and choice of law in contracts of international carriage by air“, the main substance is twofold. Firstly, what principles apply on the parties’ choice of law under contract when a matter has a connection with multiple countries, amid the provisions of the Act on the Applicable Law to Contractual Obligations No. 43/2000. Secondly, rules on jurisdiction are examined, e.g. on the occasion of legal proceedings being initiated due to nonperformance of a contract for air transport which has connections to multiple jurisdictions.
    The main goal of the essay is to answer the research query: “Do contracting parties agree on choice of law in standardized contracts on air transport?” The essay covers three types of air transport contracts, tickets, baggage check and freight transport. The preferable method to seek for a convincing answer and discuss aforementioned rules, is to approach the subject in a comprehensive way.
    Main findings of the essay are that contracting parties have neither unequivocally negotiated and agreed the choice of law in a contract relating to ticket and baggage check, nor will the choice of law be considered to be related to a contract or other incidents related to the drawing up of a contract with full certainty. Consequently, the factual rules of the country, which has the strongest relevance to the contract, will determine a dispute between contracting parties. Regarding the subject of jurisdiction, the aforementioned contractual relationship results in two rules being applied, rules on venue stipulated in Article 115 of the Aviation Act No. 43/1998 and jurisdictional rules of the Act on the Lugano Convention on Jurisdiction and Enforcement of Judgments in Civil and Commercial Matters No. 7/2011.

Styrktaraðili: 
  • Icelandair
Samþykkt: 
  • 17.1.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32173


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lögsaga og lagaval í málum vegna alþjóðlegra loftflutningasamninga - lokaskjal.pdf717.51 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna