Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/32174
Í þessari ritgerð er fjallað um möguleika á notkun bálkakeðjutækninnar við framkvæmd rafrænna hluthafafunda í skráðum félögum. Varpað er ljósi á atriði sem geta verið talin koma í veg fyrir að hluthafafundur uppfylli að fullu hlutverkið sem honum er ætlað að gegna samkvæmt hlutafélagalögum. Farið er yfir framkvæmd hluthafafunda og metið hvort breytinga sé þörf við framkvæmd þeirra með tilliti til krafna um aukin hraða í ákvarðanatöku, öra tækniþróun og hvernig hægt sé að efla vettvang hluthafafunda og auka þátttöku hluthafa.
Bálkakeðja er sameiginleg dreifð færsluskrá sem starfrækt er á jafningjaneti þar sem hver og einn þátttakandi geymir eintak af færsluskránni og uppfærir hana ef samhljóða álit næst á meðal þátttakenda. Einkenni bálkakeðjutækninnar sem stuðlar að auknu gagnsæi og öryggi getur komið að gagni við framkvæmd rafrænna hluthafafunda. Lokuð bálkakeðja gæti hentað starfsemi félaga því að hún byggist á því að þátttaka í bálkakeðjunni er háð samþykki. Snjallsamningar gera það kleift að hægt er að byggja upp bálkakeðjuna samkvæmt þörfum hvers hlutafélags. Varpað er ljósi á álitaefni tengd takmörkunum tækninnar og áskorunum við að uppfylla kröfur persónuverndarlaga og heimfæra þær á þetta nýja tækniumhverfi. Lagðar eru fram tillögur að ferli rafrænna hluthafafunda samkvæmt íslenskum lögum sem yrðu framkvæmdir með bálkakeðjutækninni og varpað ljósi á lögfræðileg álitaefni.
Notkun bálkakeðjutækninnar getur rúmast innan núgildandi hlutafélagalaga, að því gefnu að ákvæði laganna séu uppfyllt með notkun hennar og tryggt sé að hluthafar hafi möguleika á að nýta sér þann rétt sem þeim er tryggður í hlutafélagalögum. Niðurstaða höfundar er sú að bálkakeðjutæknin geti komið að gagni þegar framkvæmd hluthafafundar er annars vegar. Hins vegar verður að telja miðað við núverandi takmarkanir tækninnar og í ljósi þeirrar lagalegu óvissu sem ríkir megi telja að það sé ekki skynsamlegt þessa stundina að nýta bálkakeðjutæknina til að framkvæma rafræna hluthafafundi að öllu leyti.
This thesis addresses the possibilities of using blockchain technology for virtual shareholders meetings in public limited liability companies. Topics reviewed can be considered to prevent that the general meeting fulfills its role according to the Companies Act. An assessment of changes to general meetings is made as to increased speed in decision making, technological development and the possibility of enhancing the function of general meetings towards increasing shareholder engagement.
Blockchain is a distributed ledger operating on a decentralized peer-to-peer network where each participant in the blockchain keeps a replica of the ledger, and these replicas are synchronized via consensus mechanism. The characteristics of blockchain technology can provide trust and transparency which can be useful in virtual shareholder meetings. For companies, permissioned blockchain might be useful as it allows for a pre-selection of the participants based on approval. Smart contracting allows structuring the private ledger according to the company needs. Light is shed on topics related to the limits of the technology and the challenges facing compliance with the Data protection law and applying them to this new environment. Proposal for a process of virtual shareholders meetings according to Icelandic law using blockchain technology and illuminate on legal issues.
Given that that legal conditions stipulated in the Companies Act are met, and it is ensured that shareholders can exercise their rights in accordance with the Companies act, it is possible to use blockchain technology for virtual shareholders meetings. The conclusion is that the utilization of blockchain technology offers possibilities and may enhance the function of shareholders meetings. Nonetheless, the new technology is still in an exploratory stage, and there are many technical and legal aspects that need to be addressed. Therefore, it is not yet viable to use blockchain technology for virtual shareholders meetings
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
ML ritgerð_Erna Sigurðardóttir.pdf | 1,65 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
ernasig.pdf | 992,19 kB | Opinn | Beiðni um lokun | Skoða/Opna |