en English is Íslenska

Thesis (Master's)

Reykjavík University > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/32179

Title: 
  • Title is in Icelandic Siðareglur fjölmiðla - virkt eftirlitsúrræði með fjölmiðlum?
Degree: 
  • Master's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Í þessari ritgerð verður leitast við að draga fram mikilvægi siðareglna fjölmiðla en ekki síður mikilvægi þess að hafa virkt eftirlitskerfi með brotum gegn þeim. Á Íslandi virðist almenningur frekar leita til dómstóla en siðanefnda telji hann að fjölmiðlar hafi brotið gegn friðhelgi hans. Þetta ógnar frelsi fjölmiðla að því leiti að dómsmál eru kostnaðarsöm geta haft kælingaráhrif, sérstaklega á smærri fjölmiðla.
    Á Íslandi hefur Blaðamannafélag Ísland sett sér siðareglur sem voru síðast uppfærðar árið 1991 og hefur siðanefnd Blaðamannafélagsins eftirlit með þeim. Þá hafa stærstu fjölmiðlar landsins sett sér sínar eigin siðareglur. Flestir nota einhvers konar fjölmiðil hið minnsta einu sinni á dag. En hvert snýr almenningur sér þegar að fjölmiðill gengur of langt með umfjöllun sinni? Hvert er hlutverk siðareglna í daglegum störfum fjölmiðla og hvaða þýðingu hafa þær fyrir almenning?
    Höfundur leitast við að svara þessum, og fleiri, spurningum með því að bera saman siðareglur fjölmiðla hér á landi og á hinum Norðurlöndunum. Einnig verða mismunandi eftirlitskerfi skoðuð sem og hvernig kæruleiðum almennings er háttað. Höfundur taldi einnig mikilvægt að rannsaka viðhorf blaða- og fréttamanna sjálfra til siðareglnanna og þeirra úrræða sem standa almenningi til boða. Var það gert með spurningakönnun sem send var á helstu fjölmiðla landsins. Þar birtist með afgerandi hætti að þótt blaðamenn telji siðareglurnar mikilvægar óttast þeir ekki afleiðingar þess að brjóta gegn þeim. Þeir telja einnig að almenningur hvorki þekki til starfa siðanefndar Blaðamannafélagsins eða treysti henni til að úrskurða í málum gegn sínum eigin félagsmönnum.
    Höfundur telur að vandaðar siðareglur sem taka á helstu álitaefnum í starfi fjölmiðla séu mikilvægt tæki til að tryggja gæði blaðamennsku. Enn fremur er mikilvægt fyrir almenning að hafa virkan eftirlitsaðila með reglunum sem getur tekið sjálfstæða og hlutlausa ákvörðun varðandi þann ágreining sem upp kemur.

Accepted: 
  • Jan 17, 2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32179


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
ML-ritgerð.pdf1.46 MBOpenComplete TextPDFView/Open
Fylgiskjöl við ML.pdf21.04 MBOpenSupplementary DocumentsPDFView/Open