en English is Íslenska

Thesis University of Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/3218

Title: 
  • Title is in Icelandic Makríll : sóknartækifæri við nýjan nytjastofn
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Verkefnið fjallar almennt um makríl í NA-Atlantshafi og veiðar Íslendinga á makríl. Fjallað er um líffræði makríls, útbreiðslu, veiðar, veiðistjórnun og veiðiþjóðir. Farið er yfir vinnslu á makríl og vægi markaða almennt í heiminum ásamt þeim aðferðum sem Íslendingar hafa verið að tileinka sér í vinnslu og markaðssetningu á þeirri vöru. Farið er ennfremur yfir og sýnt fram á að makríll hafi löngum verið við Ísland þegar hlýsjávarskeið eru ríkjandi og gert er grein fyrir þeim rétti sem Íslendingar hafa til veiða á makríl.
    Gögn unnin af höfundi úr veiðiferðum Margrétar EA-710 sumarið 2008 eru notuð til að sýna fram á þyngdardreifingu makríls sem var í íslenskri lögsögu og tengja við aldur.
    Í verkefninu kemur fram að mestur hluti makrílafla Íslendinga hefur hingað til farið í bræðslu en þó hafa Íslendingar hafið vinnslu á makríl um borð í vinnsluskipum með góðum árangri. Einnig er bent á að ákveðin sóknartækifæri eru á fullvinnslu á makríl í landi með heitreykingu. Mikil óvissa er um hvernig veiðar og vinnsla muni þróast hjá Íslendingum á makríl og ræður þar langmestu um hvort Ísland verður viðurkennt sem eitt af þeim strandríkjum sem skipta með sér veiðiheimildum á makríl eða hvort íslensk stjórnvöld þurfi að setja sér einhliða veiðiheimildir og vera bundnir af því að þurfa veiða makrílkvótann nær eingöngu í íslenskri lögsögu.

Accepted: 
  • Jul 14, 2009
URI: 
  • URI is in Icelandic http://hdl.handle.net/1946/3218


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Lokaverkefni skil 7.pdf1.02 MBOpen"Makríll-Sóknartækifæri við nýjan nytjastofn"-heildPDFView/Open