is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32180

Titill: 
 • Markaðsþreifingar : lögmæt miðlun innherjaupplýsinga í markaðsþreifingum
 • Titill er á ensku Market soundings : Lawful disclosure of inside information through market soundings
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Viðfangsefni ritgerðarinnar er ákvæði 11. gr. í reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins um markaðssvik nr. 596/2014 (MAR). Ákvæðið veitir aðilum verndarsvæði til þess að miðla innherjaupplýsingum með það að markmiði að ,,þreifa á markaðnum“ að undangengnum utanþingsviðskiptum. Áður en MAR var innleidd af Evrópusambandinu voru samskonar samskipti aðila metin út frá almennri undanþáguheimild a-liðar 3. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2003/6 um innherjasvik og markaðsmisnotkun (MAD).
  Reglugerðin hefur ekki enn verið innleidd hér á landi og er því enn aðeins stuðst við hina almennu undanþáguheimild til miðlunar innherjaupplýsinga sem finna má í 2. tl. 1. mgr. 123. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti.
  MAR er tilkomin til þess að bregðast við þeim annmörkum er urðu ljósir við fjármálahrunið. Eitt megin markmið reglugerðarinnar er að veita eftirlitsaðilum frekari úrræði til þess að haga eftirliti sínu. Aðilar sem ætla að nýta verndarsvæðið þurfa að uppfylla ströng skilyrði er varða gagnavarðveislu allra samskipta sem þeir eiga undir verndarsvæðinu. Slík gagnavarðveisla aðila auðveldar eftirlitsaðilum að meta hvort samskiptin leiði af sér innherjasvik.
  Þrátt fyrir að ákvæðið sé sett fram sem valkvætt verndarsvæði af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins þá ríkir samt sem áður óvissa um hvort krafa verið gerð á að aðilar fylgi skilyrðum þess. Ekki er ljóst hvort að aðilum verði enn heimilt að eiga samskipti með innherjaupplýsingar í utanþingsviðskiptum undir hinni almennu undanþáguheimild sem nú má finna í 10. gr. MAR.
  Helstu niðurstöður eru eftirfarandi: Líklegt þykir að tilkoma ákvæðisins muni hafa áhrif á hvernig markaðsaðilar haga markaðsþreifingum. Þrátt fyrir að það teljist ekki vera ólögmætt að framkvæma markaðsþreifingar utan verndarsvæðisins þá er líklegt að eftirlitsaðilar muni líta til einhverra efnisskilyrða ákvæðisins við mat á lögmæti slíkra miðlanna. Líklegt er að lagðar verði meiri kröfur á að fjármálafyrirtæki sem starfa sem milligönguaðilar hagi samskiptum sínum í samræmi við ákvæðið heldur en einstaka fjárfestar.

 • Útdráttur er á ensku

  The subject of this thesis is article 11 of Regulation (EU) No. 596/2014 of the European Parliament and of the Council (MAR). The article offers a “safe-harbour“ to “sound the market“ prior to conducting over the counter transactions. Previously to the adoption of MAR such communications had to be assessed according to the general exemption on disclosure of inside information cf. article 3(a) of Directive (EU) No. 2003/6 of the European Parliament and of the Council (MAD). The Regulation has not yet been adopted into Icelandic National Law and thus disclosure of inside information in transactions such as these are still assessed according to the general exemption.
  One of the main reasons for the adoption of MAR is to address the deficiencies in securities market that became very clear during the financial collapse. The regulations purpose is to provide national supervisory authorities with better means to conduct surveillance. Under the market sounding regime participants must follow strict requirements regarding record keeping concerning their communications with other market participants while utilizing the safe-harbour. These records can then be used by the national supervisory authorities to assess if the communications lead to unlawful behavior.
  The article is laid out by the commission as an optional safe harbor but there is still some uncertainty as to if the requirements listed in the article will be compulsory for all market participants who wish to conduct such soundings. It is unclear if disclosure of inside information relating to communications prior to OTC trading can still be conducted lawfully according to the general exemption rule in article 10.
  The main conclusion is the following: The article is likely to have an impact on how market participants conduct their communications when sounding the market. Even though it will not be unlawful to conduct market soundings without utilizing the safe harbor it is likely that authorities will use some of the requirements listed in the article as a reference when assessing the disclosure. There will most likely be more of an obligation for financial institutions who are acting on behalf of others, to behave in accordance to the article than individual investors.

Samþykkt: 
 • 17.1.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/32180


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ML ritgerð - Sigurður Jakob Helgsaon - Markaðsþreifingar.pdf1.15 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna