is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32199

Titill: 
  • Viðhorf til Íslands hjá hinum almenna ferðamanni og skiptinemum á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ferðaþjónustan hefur tekið fram úr sjávarútveginum sem var lengi vel okkar helsta
    útflutningsgrein og er nú stærsta útflutningsgrein Íslands. Í dag ferðast fólk meira en áður fyrr og hefur ferðamannaiðnaðurinn stækkað mjög hratt á skömmum tíma á alheimsvísu. Með hnattvæðingu hafa samskipti milli landa aldrei verið betri og því er mikið um að háskólar séu í samstarfi milli landa sem gerir skiptinám auðveldara.
    Í þessari ritgerð er farið yfir mikilvægi þess að viðhalda jákvæðri ímynd lands og mikilvægi þess að stunda og viðhalda markaðssetningu þess. Markmið rannsóknarinnar var að sjá hvort skiptinemar horfi öðruvísi á Ísland heldur en þeir erlendu einstaklingar sem svöruðu viðhorfsrannsóknum Íslandsstofu. Íslandsstofa hefur gert greiningar á viðhorfi erlendra einstaklinga undanfarin ár en þau gögn voru borin saman við niðurstöður könnunar sem höfundar settu upp fyrir skiptinema. Við samanburðinn kom í ljós að skiptinemar eru almennt jákvæðari en svarendur viðhorfsrannsóknar Íslandsstofu. Skiptinemar eru mun jákvæðari gagnvart íslenskum vörum og því að ferðast innanlands.

Samþykkt: 
  • 17.1.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32199


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS-ritgerð1-final.pdf1.64 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna