is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3220

Titill: 
  • Starfsmannavelta. Viðskiptafræðilegt hugtak eða persónubundin ákvörðun
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari rannsókn voru með samanburðargreiningu og raunathugun greindar ástæður starfsmannaveltu hjá einu meðalstóru íslensku fyrirtæki. Starfsmannavelta þar var umtalsverð en samanburðargreining leiddi í ljós að starfsmannavelta fyrirtækisins var 28% á meðan hún var á bilinu 6-13% hjá viðmiðunarhópum og var með þessari rannsókn grafist fyrir um ástæður starfsmannaveltunnar. Ytri greining á vinnumarkaði á Íslandi leiddi í ljós að á greiningartímanum var hann í mikilli uppsveiflu, atvinnuleysi var lítið og því umfram eftirspurn eftir vinnuafli. Innri greining snéri að mannauðsferlum, notkun þeirra og skipulagi innan fyrirtækisins og því hvort þessir þættir styddu við stjórnendur og starfsmenn.. Við greiningu kom í ljós að vandinn var margþættur. Niðurstöðurnar eru þær að þrátt fyrir að ytri aðstæður hafi verið óhagstæðar þá geta þær ekki skýrt þann mun sem er á starfsmannaveltu umrædds fyrirtækis og annarra íslenskra fyrirtækja. Margt var athugavert við uppbyggingu og framkvæmd starfsmannamála og ferla. Fyrirtækið hafði vaxið hratt og var orðið tvískipt þar sem starfssemi höfuðstöðva var með öðru ólíku sniði en starfsstöðva þess. Innan fyrirtækisins höfðu litlar breytingar átt sér stað varðandi ráðningar og umsýslu starfsmannamála starfsstöðva um áratugaskeið. Engin eða illa skilgreind ferli voru til sem ætlað var að styðja við nauðsynlega þætti mannauðsstjórnunar. Stjórnskipulag var óskilvirkt og dró úr ábyrgð millistjórnenda auk þess sem fyrirtækjamenning var talin vera óheilbrigð. Að auki voru laun lág og vinnuskylda óhófleg. Þessar aðstæður auk misræmis í upplýsingagjöf til starfsmanna t.d. við ráðningu komu í veg fyrir að starfsmenn festust í sessi og rof á sálfræðilega samningnum, ef hann á annað borð myndaðist fyllilega, var augljós afleiðing og þar af leiðandi aukin starfsmannavelta líka.

Samþykkt: 
  • 12.5.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3220


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Final_fixed.pdf1.6 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna