is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32200

Titill: 
 • Förin að heiman og leitin. Bækurnar um Blíðfinn eftir Þorvald Þorsteinsson
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Bækur Þorvaldar Þorsteinssonar um Blíðfinn komu út á árunum 1998-2004. För Blíðfinns að heiman og leitin eru rauður þráður gegnum allar sögurnar. Þetta eru athyglisverðar barnabækur því hugmyndin um blíða og góða álfinn brotnar og myrkari útgáfa af honum kemur upp á yfirborðið. Þorvaldur skrifar sögurnar sem ævintýri eða fantasíur en inn í Ævintýraskóg Blíðfinns kemur skyndilega raunverulegt barn.
  Bókmenntasvið fantasíunnar nær yfir aragrúa tegunda og mikið hefur verið skrifað um fantasíubókmenntir og flokkun á þeim í gegnum tíðina en eitt nýjasta framlag til fræðanna er fjórskipting Farah Mendlesohn í bókinni Rhetorics of fantasy (2008). Hún skiptir fantasíubókmenntum í fjóra meginflokka: Gáttar-leitarfantasíur (e. portal-quest fantasies), altækar fantasíur (e. immersive fantasies), innrásarfantasíur (e. intrusive fantasies) og fantasíur á mörkunum (e. liminal fantasies).
  Í þessari ritgerð eru Blíðfinnsbækurnar rannsakaðar út frá kenningum Farah Mendlesohn. Fyrst er rætt lítillega um skilgreiningu á hugtakinu ,,fantasía“, og áhrifavalda sviðsins, síðan er gerð grein fyrir flokkum Mendlesohn og helstu frásagnareinkennum þeirra. Þá er fjallað almennt um Blíðfinnsbækurnar, þar sem bakgrunnur Þorvaldar Þorsteinssonar er skoðaður og rætt um myndræna umgjörð bókanna. Því næst verða ákveðnir þættir sögunnar teknir til greiningar og frásagnareinkenni hennar rædd.
  Sýnt er fram á að ákveðin þemu í gáttar-leitarfantasíum Mendlesohns, komi fyrir með endurteknum hætti í Blíðfinnsbókunum. Niðurstaðan er sú að þær séu táknsögur þar sem leitin táknar eitthvað annað og meira, þær eru einskonar dæmisögur sem hafa kennslufræðilegt gildi fyrir lesendur. Einkenni úr öllum flokkum Mendlesohn er að finna í sögunum. Fantasíu á mörkunum (e. liminal) en textinn ber sterk póstmódernísk einkenni. Ævintýraheim Blíðfinns sem er altækur (e. immersive) og inn í hann er ráðist (e. intrusive). Leitina (e. portal-quest) sem Blíðfinnur leggur af stað í og gæti gert hann heilan aftur.
  Síðasta sagan sker sig úr og er túlkuð út frá kristnum vísunum hennar. Skuggi Blíðfinns, hans eigin óværa, er það sem brennir skóginn. Ferðalagið á Hafgúunni er pílagrímsferð Blíðfinns og Targía heilagur staður þar sem hann leitar innri skilnings. Targía er túlkuð sem hreinsunareldur sem Blíðfinnur þarf að ganga í gegnum. Til þess að komast inn í Ljósheima, þarf hann að horfast í augu við syndir sínar, iðrast og fá fyrirgefningu. Þegar hann gerir það, deyr hann og kemst á leiðarenda, bernskuparadís sína, og sagan um Blíðfinn og barnið getur endurtekið sig.

Samþykkt: 
 • 18.1.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/32200


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaritgerð í íslensku..pdf1.1 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing_2019-01-17_21-31-51.pdf293.48 kBLokaðurYfirlýsingPDF