is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32204

Titill: 
  • Leit að lögmálum í sögunni
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Raunhyggja hefur verið ráðandi hugmynd í þekkingarfræði síðustu alda. Í sagnfræði er grunnhugmynd raunhyggjunnar sú að hægt sé að skoða söguna með hlutlægum hætti og komast að niðurstöðum byggðum á heimildum. Löghyggjan er sprottin úr þessum jarðvegi en leggur áherslu á að framvinda sögunnar lúti lögmálum. Líta má á þessar tvær hugmyndir sem forsendur sagnfræði tuttugustu aldar. Á sama tíma voru við lýði aðrar hugmyndir sem lögðu áherslu á hlutverk sagnfræðingsins við túlkun heimilda. Þegar leið að lokum tuttugustu aldar urðu mikil umskipti, hugmyndir raunhyggju og löghyggju hopuðu fyrir menningarsögu, hugarfarssögu og áhrifum póstmódernisma. Undir lok tuttugustu aldar voru lögmál nánast horfin úr sagnfræði.
    Í byrjun 21. aldar fór áhugi á heimssögu, stórsögu og þætti umhverfismála í sögulegri þróun vaxandi. Þessar breytingar gefa tilefni til að skoða söguna í stærra samhengi, lengri tímalínum og með lögmál eða mynstur í huga. Á sama tíma urðu tæknibreytingar sem auðvelda og hvetja jafnvel til notkunar á lögmálsskýringum í sagnfræði. Í ritgerðinni er þessi saga rakin og greind auk þess sem leitað er lögmála í sagnfræði nýrrar aldar.

Samþykkt: 
  • 18.1.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32204


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð - lokaeintak skilað 17012019.pdf382.22 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Undirrituð yfirlýsing.pdf45.24 kBLokaðurYfirlýsingPDF