Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/32208
Á Íslandi í dag alast börn upp í málumhverfi sem felur í sér meiri ensku en nokkurn tíma hefur þekkst hér á landi. Alþjóðavæðing, snjalltækjabylting og örar tækniframfarir gera það að verkum að við notumst sífellt meira við ensku í dagsins amstri. Rannsóknarverkefnið Greining á málfræðilegum afleiðingum stafræns málsambýlis hefur það að markmiði að rannsaka áhrif aukinnar enskunotkunar á Íslandi á íslenska tungu. Ritgerð þessi er unnin sem hluti af rannsókninni í þeim tilgangi að kanna áhrif málsambýlis íslensku og ensku á enskuframburð Íslendinga. Lagt var upp með að kanna hvort tengsl væru á milli aldurs, ílags eða málumhverfis og viðhorfa þátttakenda og hlutfalls íslensks hreims í framburði þeirra.
Í ritgerðinni er fjallað um það hvernig við tileinkum okkur framburð í bernsku og náum smám saman tökum á hljóðkerfi móðurmálsins. Fjallað er um hve hratt og örugglega máltaka móðurmáls eða móðurmála gengur fyrir sig á fyrstu árum ævinnar og hvernig hún er gjörólík því ferli sem á sér stað þegar við lærum annað eða erlent tungumál á fullorðinsaldri. Því fylgja ýmsar áskoranir að ná tökum á framburði nýs tungumáls og framburður og hljóðkerfi móðurmálsins geta haft fjölþætt áhrif á það hvernig við berum önnur tungumál fram. Til nánari útskýringar er sagt frá nokkrum helstu einkennum íslensks hreims sem geta komið fram þegar Íslendingar tala ensku, en það eru aðblástur, afröddun hljómenda, áhersla á fyrsta atkvæði orðs auk framburðar einstakra hljóða í ensku, svo sem /v/ og /w/. Þessi framburðareinkenni eru höfð að leiðarljósi í framburðarathugun sem gerð var á 57 Íslendingum á aldrinum 14-83 ára. Þar var leitað eftir tíðni þessara einkenna í upplestri þátttakenda á setningum á ensku og niðurstöðurnar bornar saman við aldur þeirra og upplýsingar um enskuílag og viðhorf þeirra. Niðurstöður voru á þá leið að ekki fundust tengsl við aldur en greinilegt var að hlutfall íslensks hreims var lægra eftir því sem hlutfall ensku í heildarílagi þátttakenda, sérstaklega í virku ílagi (tali og skrifum), var hærra. Einnig mældist minni íslenskur hreimur hjá þeim sem höfðu gaman af því að eiga í samræðum á ensku. Þar sem niðurstöður fyrri rannsókna hafa bent til þess að yngra fólk sé jákvæðara gagnvart aukinni virkri enskunotkun en eldra fólk má hugsanlega búast við því að það dragi úr íslenskum hreim í enskuframburði Íslendinga í náinni framtíð.
Icelandic children of today grow up in a linguistic environment that contains more English than ever before. Globalization, smart device adoption, and rapid advancement in technology has lead to much more English usage in the daily life of Icelanders. The research project Modelling the Linguistic Consequences of Digital Language Contact aims to investigate the effect of this increased use of English in Iceland on the Icelandic language. This thesis is written within this project with the purpose of looking into what effects this intense contact with English can have on the pronunciation of Icelanders of English. The main goal of the study was to explore whether there is a connection between age, language input, and attitudes of the participants and the rate of Icelandic accent in their pronunciation of English.
First it is discussed how young children acquire the sounds of their mothertongue and how they gradually master the phonological system of their native language or languages. It is explained how fast and steadily children acquire their mothertongue and how it differs from the process of second or foreign language acquisition at an adult age. When it comes to picking up the pronunciation of a second or a foreign language, people face a number of challenges which mostly include various effects from the pronunciation and phonological system of their native language. To explain this, some of the main features which characterize Icelandic accent are described, in particular preaspiration, devoicing of sonorants, accent on the first syllable of words, as well as pronunciation of individual sounds, such as /v/ and /w/ in English. These features were the main objects of study in an assessment of the English pronunciation of 57 Icelanders, age 14-83, in a reading task of English sentences where the rates of these features were measured and compared to the age of the participants and information regarding their English input and attitudes. The main results were that age did not seem to have an effect on the rate of Icelandic accent in the speech of the participants but as the rate of English input in the over-all input received by the participants increased, the rate of Icelandic accent decreased, especially with regard to active input (speaking and writing). Also, the participants who were more positive towards using English in spoken communication, overall have a lower rate of Icelandic accent in their speech. Since previous studies conducted within the research project have indicated that younger people are generally more positive towards active English usage than older people, this result could indicate that Icelandic accent will not be as prominent in the English spoken by Icelanders in the future.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
MAritgerd_HH.pdf | 1.52 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlysing_HH.pdf | 1.35 MB | Lokaður | Yfirlýsing |