is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32209

Titill: 
  • Kennitöluflakk á Íslandi : viðhorf stjórnenda og áhrif þess á fyrirtækjarekstur
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Kennitöluflakk er vandamál í íslensku efnahagslífi og er búið að vera viðvarandi í mörg ár. Það er talað um kennitöluflakk þegar félag verður gjaldþrota en heldur áfram starfsemi á nýrri kennitölu til að komast hjá fjárhagslegum skuldbindingum þess fyrra, svo sem greiðslu skatta og opinberra gjalda, lífeyris- og launagreiðslum. Markmiðið með þessari rannsóknarritgerð var að skoða viðhorf stjórnenda fyrirtækja til kennitöluflakks ásamt því að kanna hver áhrif þess eru á fyrirtækjarekstur. Aðgerðir Norðurlandaþjóðanna (Svíþjóðar, Noregs og Danmerkur) voru skoðaðar í því samhengi og eins hvaða vinna væri í gangi hjá íslenskum stjórnvöldum til að sporna við vandamálinu.
    Viðtöl voru tekin við tólf aðila; tíu stjórnendur fyrirtækja til að greina viðhorf þeirra gagnvart kennitöluflakki, og tvo einstaklinga sem hafa stundað kennitöluflakk, til að fá innsýn inn í þeirra heim. Helstu niðurstöður leiddu í ljós að viðhorf stjórnenda er neikvætt gagnvart kennitölutöluflakki. Þeir töldu skuldarann sjálfan bera ábyrgð á framkvæmdinni en nefndu líka stjórnvöld í því samhengi, þar sem þau leyfa þessu að viðgangast. Þeir vildu sjá breytingu og töldu nýjasta frumvarp til laga um kennitöluflakk, sem lagt var fyrir þingið fyrr í haust, vera skref í rétta átt. Hins vegar töldu flestir stjórnendur sig ekki hafa orðið fyrir fjárhagslegum skaða af völdum kennitöluflakks.
    Þeir sem höfðu stundað kennitöluflakk voru sammála um að það væri tiltölulega einfalt mál að skipta um kennitölu. Þeir nefndu að það væru lögfræðingarnir og endurskoðendurnir sem hefðu þekkinguna til að framkvæma félagaskiptin. Þeir töldu fyrrnefnt frumvarp ekki vera áhyggjuefni og að ef Íslendingar vildu sjá einhverja breytingu, þyrfti Alþingi endursemja lögin um einkahlutafélög og hlutafélög að fyrirmynd Norðurlandaþjóðanna.

Samþykkt: 
  • 21.1.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32209


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
bsc.kennitoluflakk.loka1.pdf817.41 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna