is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32210

Titill: 
  • H.P. Lovecraft og kosmískur hryllingur: Þróun og arfleifð yfir í nýmiðla
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður þróun kosmísk hryllings á milli miðla rædd og sett í samhengi við bókmenntalegan uppruna sinn. Markmið ritgerðarinnar er að sýna fram á breytingar í merkingarvirkni hins kosmíska hryllings samhliða tilkomu nýrra miðla. Sýnt verður fram á þessa þróun með greiningu á leiknum Bloodborne (FromSoftware), þar sem áhrif H.P. Lovecrafts, Cthulhu sagnaheimsins og annarra verka verða notuð til samanburðar.
    Kosmískur hryllingur er undirgrein gotnesku hryllingssögunnar, og einkum tengdur rithöfundinum H.P. Lovecraft. Óttavekjandi þættir hins kosmíska hryllings hverfast um yfirgnæfandi stærð alheimsins, smæð og kraftleysi mannkynsins í samanburði við hann og þau áhrif sem skilningur á smæð og tilgangsleysi mannsins hafa á einstaklinga. Lovecraft sótti innblástur til forvera síns, bandaríska nítjándu aldar höfundarins Edgar Allan Poe, sem hann taldi mikilvægasta hryllingsrithöfund síns tíma. Auk þess er hægt að sjá ýmsar tengingar á kosmískum hryllingi Lovecrafts og skrifum Immanuel Kant og Edmund Burke um hið upphafna.

Samþykkt: 
  • 21.1.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32210


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð Lovecraft og kosmískur hryllingur.pdf857.26 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman yfirlýsing Heiðar Bernharðsson.pdf368.99 kBLokaðurYfirlýsingPDF