is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32215

Titill: 
  • Arabíska fyrr og nú
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er glímt er við spurninguna : „Hvað er arabíska?“ Fjallað er um arabísku sem tvíklofið mál en hún á sér svonefnt háafbrigði og lágafbrigði og er því það sem kallað er díglossískt tungumál. Gerð er grein fyrir því hvernig díglossían lýsir sér í hinu arabíska málsamfélagi og þá sérstaklega á sviði stjórnmálanna. Einnig er farið í saumana á tengslum arabísku við hina arabísku sjálfsmynd. Að lokum er reynt að skyggnast inn í framtíð arabískunnar.
    Efnisskipan er á þessa leið: Að loknum fyrsta kafla, inngangi, er í öðrum kafla sögð saga arabísku og varpað ljósi á tengsl hennar við íslam. Þriðji kafli fjallar um það hvernig tungumálið lék burðarhlutverk í „hinni arabísku endurreisn“ sem hófst á 19. öld en náði vissum hápunkti um miðbik 20. aldar. Í fjórða kafla er arabíska greind út frá félagsmálvísindalegum (e. sociolinguistic) kenningum um díglossíu og sýnt hvernig díglossíunni hefur verið beitt í stjórnmálum Mið-Austurlanda. Í fimmta kafla er núverandi staða arabísku skoðuð út frá mörgum hliðum.
    Hið staðlaða nútímavædda afbrigði arabískunnar (e. Modern Standard Arabic) hefur ekki náð þeirri stöðu innan málsamfélagsins sem vænst var um miðbik 20. aldar. Ýmis teikn eru á lofti um að talafbrigði málsins, mállýskurnar, muni sækja í sig veðrið. Þær breytur sem gætu haft hvað mest áhrif á þróun arabískunnar virðast vera aukin menntun í Arabaheiminum, stafrænn sýnileiki málsins og stjórnmálaástand Mið-Austurlanda.

Samþykkt: 
  • 21.1.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32215


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð KHH .pdf700.1 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
VeroldSkanni@hi.is_20190121_095436.pdf184.54 kBLokaðurYfirlýsingPDF