is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Law Department >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32218

Titill: 
 • Vægi óbeinna sönnunargagna í nauðgunarmálum skv. 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Ritgerð þessi fjallar um vægi óbeinna sönnunargagna í nauðgunarmálum skv. 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Í þeim tilgangi verður gerð úttekt á dómum Hæstaréttar á tíu ára tímabili, frá 1. janúar 2008 til 1. janúar 2018. Í upphafi ritgerðarinnar verður fjallað um sögulega þróun nauðgunarákvæðisins allt frá þjóðveldisöld og þar til nauðgunarákvæði 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, var breytt með lögum nr. 16/2018 um breytingu á almennum hegningarlögum, nr. 19/1940, með síðari breytingum. Þá verður gerð grein fyrir hugtökunum samræði og önnur kynferðismök og þeim verknaðaraðferðum sem kveðið er á um í ákvæðinu. Í framhaldi af því verður fjallað um sönnun og helstu sönnunargögn í nauðgunarmálum. Að því loknu er fjallað um úttektina á dómum Hæstaréttar þar sem áhersla er lögð á vægi óbeinna sönnunargagna. Dómarnir eru skoðaðir með hliðsjón af því hvaða sönnunargögn lágu fyrir í málunum og hvort vísað var til þeirra óbeinu sönnunargagna sem lágu fyrir til stuðnings sekt eða sýknu ákærða.
  Úttektin leiddi í ljós að ásamt framburði ákærða og brotaþola eru algengustu sönnunargögnin í nauðgunarmálum læknisfræðileg gögn, ásamt vottorði frá sálfræðingi eða öðrum sérfræðingum og framburður vitna um atvik fyrir eða eftir brot. Þá leiddi úttektin jafnframt í ljós að óbein sönnunargögn hafa talsvert vægi og þegar þau liggja fyrir er stuðst við þau í lang flestum tilvikum. Loks kom í ljós að óbein sönnunargögn geta nægt ef þau styðja trúverðugan framburð brotaþola, en í 11 málum þar sem ákærði neitaði sök en var sakfelldur var sakfelling hans studd framburði brotaþola sem fékk einungis stoð í óbeinum sönnunargögnum.

 • Útdráttur er á ensku

  This thesis addresses the weight of indirect evidence in rape cases according to the 1st paragraph of article 194 in the Icelandic Penal code No. 19/1940. For that purpose, the rulings of the Supreme Court of Iceland during the period from January 1st 2008 to January 1st 2018 will be examined. First there is a general discussion about the historic development of the rape provision from the Commonwealth until the rape provision, 1st paragraph of article 194 in the Penal code No. 19/1940, was changed with laws No. 16/2018. The focus will then shift to the definition of intercourse and other sexual related activity and the methods used by perpetrators defined in the provision. The essay will then discuss the most common evidence used in rape cases. Lastly, an assessment of the Supreme Court rulings will be discussed with emphasis on the weight of indirect evidence. The rulings were viewed with reference to what evidence there were in these cases and if available indirect evidence were referred to in support of a guilty or acquitted verdict.
  The assessment revealed that in addition to the testimonies of the accused and victim the most common evidence in rape cases are medical data, psychologist and specialist advisory opinions and testimonies of witnesses pre or post crime. The assessment also revealed that indirect evidence has a significant weight and, when available, referred to in most rulings. Finally, it is revealed that indirect evidence can be enough for a guilty verdict if it is supported by a credible testimony of the victim. Significantly, in 11 cases where the accused denied guilt, the defendant was found guilty based on the victim’s testimony and supporting indirect evidence.

Samþykkt: 
 • 21.1.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/32218


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ML ritgerð Final.pdf1.18 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna