is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3222

Titill: 
 • Hvort er betra fyrir Ísland að taka upp Bandaríkjadal eða evru?
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Markmið þessarar rannsóknar er að greina á milli þess hvort hagstæðara er fyrir Ísland að taka upp Bandaríkjadal eða evru. Í rannsókn þessari er horft til þriggja skilyrða Mundells (1961) sem eykur hagrænan ávinning og/eða kostnað á því að hagkvæmt geti talist að ganga í myntbandalag.
  Viðskipti milli Íslands og Evrópusambandsins eru mun meiri en milli Íslands og Bandaríkjanna. Álykta má út frá því að meiri ávinningur hljótist af því að fórna sjálfstæði í peningamálum og ganga í myntbandalag, til að minnka viðskiptakostnað og gengisáhættu. Fylgni milli hagvaxtar á Íslandi og í Evrópusambandinu er mikil en er þó meiri milli Íslands og Bandaríkjanna. Út frá þeirri greiningu má álykta að áföll, sem dynja á íslenska hagkerfinu, séu að verulegu leyti samofin þeim áföllum sem efnahagskerfi Bandaríkjanna verður fyrir. Álykta má að vinnumarkaður á Íslandi sé mjög sveigjanlegur. Í kjölfar samningsins um Evrópska efnahagssvæðið hefur orðið vaxandi aukning erlends vinnuafls til Íslands þar sem fólk getur auðveldlega flust frá því landi sem atvinnuleysi er þangað sem minna er um atvinnuleysi án mikils kostnaðar. Þar af leiðandi er ábatinn því meiri sem vinnumarkaðurinn er sveigjanlegri og dregur þar með úr kostnaði vegna áhrifa hagsveifla á atvinnu.
  Þar sem æskilegt er að byggja ákvörðun um framtíðarfyrirkomulag gengismála á mati á kostnaði og ábata fastgengis annars vegar og sveigjanlegs gengis hins vegar, uppfyllti Ísland öll þau þrjú skilyrði er Mundell (1961) setti fram með kerfisbundnum hætti er gerir fastgengi vænlegri kost en sveigjanlegt gengi. Út frá skilyrðum Mundells má álykta sem svo, að hagkvæmt sé fyrir Ísland að ganga í myntbandalag og taka upp evru.
  Lykilorð: Hagkvæm myntsvæði, hagvöxtur, Myntbandalag Evrópu, trúverðugt fastgengi, sveigjanlegur vinnumarkaður.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað
Samþykkt: 
 • 20.7.2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/3222


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni_fixed.pdf542.99 kBLokaðurHvort er betra fyrir Ísland að taka upp Bandaríkjadal eða evru?PDF