is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/32222

Titill: 
  • Þegar konur lögðu undir sig útvarpið: Dagskrá Kvenfélagasambands Íslands og Kvenréttindafélags
    Íslands í Ríkisútvarpinu 1945-1954
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Allt frá árdögum Ríkisútvarpsins árið 1930 hafa raddir kvenna hljómað í útvarpstækjum landsins, en þó í miklum minnihluta framan af. Sérstakir kvennaþættir voru ekki settir á dagskrá fyrr en árið 1936 þegar „Húsmæðratíminn“ hóf göngu sína, en kvennaþætti mátti einnig finna í útvarpsdagskrám ýmissa annarra landa, t.d. í Bretlandi og Þýskalandi. Á árunum 1940 til 1945 voru engir kvennaþættir á dagskrá Ríkisútvarpsins og raddir kvenna heyrðust æ sjaldnar í útvarpinu. Konur sættu sig ekki við þá stöðu og sumarið 1945 var ákveðið á fundum Kvenréttindafélags Íslands (KRFÍ) og Kvenfélagasambands Íslands (KÍ) að hvetja útvarpsráð til þess að setja kvennaþátt á dagskrá, og buðu félögin fram krafta sína við þáttagerðina. Í kjölfarið var þátturinn „Kvennatíminn“ settur á dagskrá vikulega í umsjá KRFÍ og KÍ.
    Í ritgerðinni er fjallað um útvarpsdagskrá KRFÍ og KÍ á árunum 1945 til 1954. Skoðuð eru samskipti félaganna við útvarpsráð ásamt því að athuga afstöðu útvarpsráðs gagnvart því að hafa kvennaþætti í útvarpinu á þessum tíma. Þetta voru tímar mikilla hræringa þegar hugmyndir um hlutverk kvenna í samfélaginu voru í sífelldri endurskoðun. Því er athyglisvert að líta á helstu viðfangsefni „Kvennatímans“ út frá ólíkum áherslum KRFÍ og KÍ og greina hverskonar hugmyndir um kvenleika (e. femininity) þar megi finna. Auk þess er sjónum beint að dagblöðum og tímaritum frá tímabilinu þar sem leitast er við að greina viðbrögð hlustenda við þáttunum. Til þess eru aðferðir orðræðugreiningar hafðar til hliðsjónar.
    „Kvennatíminn“ var vettvangur fyrir konur til þess að tjá sig um allt á milli himins og jarðar en einnig var hann mikilvægur vettvangur fyrir KRFÍ og KÍ til þess að fræða konur um stefnumál sín og ná til kvenna út um allt land. Eftir að þættirnir voru komnir á dagskrá héldu konur áfram að hvetja ráðamenn útvarpsins til þess að rétta kynjahalla dagskrárinnar enn frekar og í því ljósi er áhugavert að skoða hvernig útvarpsráð og hlustendur brugðust við þegar konur hófu að „leggja undir sig útvarpið.“

Samþykkt: 
  • 21.1.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32222


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing.pdf296,6 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Þegar konur lögðu undir sig útvarpið_LOKA1.pdf1,15 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna