is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32228

Titill: 
  • Tengsl vinnu nemenda með námi við skuldbindingu þeirra til náms og skóla
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar er að kanna hvort að vinna nemenda með námi væri að spá fyrir um skuldbindingu til náms og skóla. Notast var við fyrirliggjandi gögn úr könnunni Námsframvinda nemenda og skilvirkni framhaldsskóla sem framkvæmd var árið 2007. Könnunin var lögð fyrir nemendur á aldrinum 16-20 ára í öllum framhaldsskólum landsins og voru þátttakendur alls 3.990 talsins. Notast var við fjölbreytuaðhvarfsgreiningu (e. multiple regression) og tekið var tillit til aldurs, kyns, búsetu og menntunarstig foreldra. Niðurstöður benda til þess að vinna með námi væri að spá fyrir um hegðunarlega skuldbindingu. Eftir því sem nemendur unnu meira með skóla því neikvæðari var þeirra skólahegðun, til að mynda mættu þeir sjaldnar í tíma og skiluðu verkefnum of seint. Að auki sýndu niðurstöður tengsl á milli vinnu með námi og allra bakgrunnsbreyta. Vonast er til að þessar niðurstöður geti nýst starfsfólki í framhaldskólum og sér í lagi náms- og starfsráðgjöfum að einhverju leyti.

Samþykkt: 
  • 21.1.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32228


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing.pdf42.5 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Þuríður Björg Kristjánsdóttir-nýtt.pdf1.18 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna