is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/3223

Titill: 
  • Skipulag íslenskra fyrirtækja undir áhrifum alþjóðavæðingar
Námsstig: 
  • Meistara
Höfundur: 
Útdráttur: 
  • Skipulag íslenskra fyrirtækja er viðfangsefni þessarar rannsóknar. Við hönnun á skipulagi fyrirtækja þurfa þau að taka mið af ýmsum þáttum, einn þeirra er alþjóðavæðingin. Til að kanna hver þau áhrif eru var unnið út frá rannsóknarspurningunni:
    Hver eru áhrif alþjóðavæðingar á skipulag íslenskra fyrirtækja? Er mismunur eftir ytra umhverfi í starfsemi fyrirtækja?
    Fræðileg greining var unnin og gerð skil um: Skipulag fyrirtækja í alþjóðlegu fyrirtækjaumhverfi, stjórnskipulag, tækni í framleiðslu og þjónustu, umhverfi fyrirtækja, stefnu og alþjóðafyrirtækjum. Í upphafi rannsóknar voru lykilhugtök skilgreind til að leggja grunninn að markvissri greiningu og mati. Rannsakandi tók viðtöl í mars og apríl við einstaklinga hjá Samskipum, Kaffitári og NTC.
    Eðli starfsemi og stærð fyrirtækjanna er mismunandi en þau falla öll undir skilgreiningu á framleiðslu- og þjónustufyrirtæki. Niðurstöður benda til að áhrif alþjóðavæðingar á skipulag Samskipa, Kaffitárs og NTC sé mismunandi eftir fyrirtækjum en sveiflur alþjóðlegs efnahagslífs er um þessar mundir megin áhrifavaldurinn á skipulag fyrirtækjanna. Það var mismunur á innri skipulagseinkennum, skipulagi og stjórnskipulagi fyrirtækjanna eftir tilgangi þeirra. Það er mat rannsakanda að skipulagi NTC sé ábótavant sem er í anda einfalds skipulags. Þörf er á að efla skipulag og einfalda stjórnskipulag Kaffitárs. Skipulag Samskipa er í takt við stöðu þess í dag en þörf er á að efla lárétt upplýsingaflæði og rífa niður deildamúra.

Samþykkt: 
  • 20.7.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3223


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
M.Sc._final_fixed.pdf1.76 MBOpinnHeildarskjal lokaverkefni: ,,Skipulag íslenskra fyrirtækja undir áhrifum alþjóðavæðingar'' - heildPDFSkoða/Opna