is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32237

Titill: 
  • Út fyrir mörk kvenleikans? Þorbjörg Sveinsdóttir og kvenleikahugmyndir nítjándu aldar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þorbjörg Sveinsdóttir (1827–1903) var ljósmóðir og kvenréttindakona. Henni leyfðist margt sem aðrar konur máttu ekki, eins og að tala á stjórnmálafundum þar sem aðeins þeir sem höfðu kosningarétt máttu kveðja sér hljóðs. Hún kom að stofnun Hins íslenzka kvenfélags árið 1894, sem var fyrsta kvenfélagið á Íslandi til að hafa réttindi kvenna á stefnuskrá sinni. Hún þótti skörungur mikill og var óhrædd við að fylgja skoðunum sínum eftir. Með þessari hegðun gekk hún oft þvert á hugmyndir samfélagsins um hlutverk og eðli kvenna, og hagaði sér að mörgu leyti ókvenlega.
    Markmið þessarar rannsóknar er að kanna hvernig á því stóð að Þorbjörgu leyfðist að stíga út fyrir þann ramma sem konum var markaður. Með hjálp kenninga á sviði kvenna- og kynjasögu, einkum um kvenleika, eru skoðaðar hugmyndir um kvenleika á Íslandi á nítjándu öld til þess að sjá hvernig konur þessa tíma gátu við viss skilyrði stigið út fyrir, eða teygt, þennan hugmyndafræðilega ramma – líkt og Þorbjörg gerði svo mörgum sinnum.
    Í tilviki Þorbjargar virðist það hafa verið sambland fjögurra atriða sem gerðu henni kleift að haga sér eins og hún gerði án þess að hljóta samfélagslegan skaða af. Þetta voru aldur hennar, samfélagsleg staða, hjúskaparstaða og sú staðreynd að þótt Þorbjörg hafi ögrað ríkjandi hugmyndum um kvenleika og „rétta“ hegðun kvenna, til dæmis framkomu sinni á þingmálafundum, verður ekki séð að hún hafi skrifað um þau málefni opinberlega í blöð, eins og ýmsar aðrar baráttukonur gerðu á þessum tíma.

Samþykkt: 
  • 22.1.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32237


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-Ritgerð.Ása Ester Sigurðardóttir.pdf626.22 kBOpinnPDFSkoða/Opna
Yfirlysing.Ása Ester Sigurðardóttir.pdf207.07 kBLokaðurPDF