Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/32241
Um er að ræða rannsókn á mismunandi áhrifum menningar og í henni er að finna samanburð á þjóðmenningum Íslands og Spánar. Sjónum er beint að því hvað þjóðirnar eiga sameiginlegt og hvað aðgreinir þær innan stjórnmála, atvinnu, fjölskyldu eða tiltekinna félagslegra þátta. Gerð er grein fyrir rannsóknum sálfræðingsins Geert Hofstede um mælanlega menningarþætti og hvernig má nota þá til að bera saman mismunandi menningarheima. Þessa sex mælanlegu þætti nefnir hann “víddir” (e: dimensions), og heita þeir: valdafjarlægð, einstaklingshyggja, karllægni, óvissuhliðrun, langtímahyggja og undanlátssemi. Í ritgerðinni er að finna útskýringar á umræddum hugtökum. Í umræðunni er stuðst við greiningu Hofstede eins og hún birtist í bók hans Culture’s Consequences: Comparing Values, Behaviors, Institutions, and Organizations Across Nations (2001). Að lokum er gerð grein fyrir niðurstöðum, en við samanburð kemur í ljós að löndin tvö sem skoðuð eru og eiga svo ákaflega ólíka sögu að baki, eiga fleira samaneiginlegt en liggur í augum uppi. Sýnt er fram á að ávinningur fylgir vitneskju um menningareinkenni þjóða, því betri skilningur getur bætt alþjóðlegt samstarf og er lykillinn að friðsamlegum samskiptum.
El estudio aquí presentado representa el trabajo de fin de grado, de español y negocios, de la Universidad de Islandia. El objetivo de este estudio tiene como propósito identificar cuáles son los factores que se puede medir dentro de una cultura, según el psicólogo social Geert Hofstede, y determinar cuáles son las diferencias principales entre las culturas nacionales de Islandia y España. Según Hofstede los factores mensurables, que denomina “dimensiones”, son distancia al poder, individualismo, masculinidad, evasión de la incertidumbre, orientación a largo plazo e indulgencia, todos conceptos que se definen en la tesis. Para llevar a cabo el estudio se aprovecha la teorización de Hofstede como introducida en su libro Culture’s Consequences: Comparing Values, Behaviors, Institutions, and Organizations Across Nations (2001). A través de la comparación está revelado que estos dos países, que no comparten historia ni lengua, tienen más en común de lo que parece a primera vista. Además, se revela que los beneficios del conocimiento de las características culturales de las naciones aseguran una mejor comprensión y cooperación internacional, y resulta ser un factor clave para una comunicación intercultural armónica.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Dimensiones culturales de Geert Hofstede.pdf | 1,11 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
medferd ritgerda ALV.pdf | 270,86 kB | Lokaður | Yfirlýsing |