is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32246

Titill: 
  • Konurnar í Kirkjubæjarklaustri: Þöglir þátttakendur í íslenskri kirkjusögu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Heimildir fyrri alda um fyrsta íslenska nunnuklaustrið, Kirkjubæjarklaustur, eru fáorðar um alla starfsemi þess en á síðustu fjórum áratugum hefur stækkandi hópur fræðafólks frá ólíkum fræðasviðum unnið markvisst að því, með rannsóknum sínum, að varpa ljósi á klausturhaldið þar og hlutverk klaustursins í íslenskri kirkjusögu. Markmið með þessari ritgerð er að taka þátt í að rjúfa þessa þögn með því að skyggnast inn fyrir þröskuld klaustursins og rannsaka daglegt líf systranna sem þar dvöldu í þau um það bil 360 ár sem klaustrið starfaði í rómversk-kaþólskri trúarhefð miðalda. Klaustrið var af reglu heilags Benedikts og konurnar sem þar dvöldu urðu að beygja sig undir strangt agavald klausturheitsins „fátækt, skírlífi og hlýðni“. Boðorð reglunnar er „iðja og biðja“ og á þessu boðorði byggðist allt daglegt líf innan veggja klaustursins. Á miðöldum þótti virðingarvert að ganga í klaustur og vígjast til nunnu og því hefur klausturdvöl áreiðanlega verið eftirsóknarverð fyrir margar ungar stúlkur, en aðeins lítill hluti íslenskra kvenna átti möguleika á nunnuvígslu þar sem höfðinglegt ætterni þeirra var meginskilyrði fyrir inngöngu í klaustrið. Að auki urðu þær að greiða fyrir klausturdvölina með jörðum eða öðrum arðbærum eignum og því var klausturdvöl ekki í boði fyrir fátækar alþýðustúlkur. Í ritgerðinni verður gert grein fyrir hvaða konur dvöldu í klaustrinu, hvaða skyldum daglegs lífs klausturheiti og boðorð reglunnar ætlaðist til af systrunum og hvert hlutverk þessara þöglu þátttakenda var í íslenskri kirkjusögu.

Samþykkt: 
  • 23.1.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32246


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Konurnar í Kirkjubæjarklaustri. Þöglir þátttakendur í íslenskri kirkjusögu.pdf1.01 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing.pdf.jpeg166.18 kBLokaðurYfirlýsingJPG