is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3226

Titill: 
 • Verðmat fyrirtækja : er munur á matsaðferðum hjá þjónustu og framleiðslufyrirtækjum?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Sú rannsóknarspurning sem ég leitast við að fá svar við er hvaða matsaðferðir eru notaðar við að verðmeta þjónustufyrirtæki annars vegar og framleiðslufyrirtæki hins vegar?
  Fyrirtæki er aldrei meira virði en það sem einhver er tilbúin að borga fyrir það. Um verðmat fyrirtækja er engin sérstök fræðigrein og ekki eru til neinir sérstakir lagarammar um það hvernig eigi að framkvæma verðmat. Því er ekki til einhver ein algild aðferð sem er rétt við að verðmeta fyrirtæki. Það er þó til mikill fjölda bóka og greina um verðmat sem hjálpar matsaðilanum við það að gera gott mat án mikillar skekkju.
  Það er ekki stór munur á fræðunum og þeim aðferðum sem notaðar eru í atvinnulífinu en að lokum snýst þetta fyrst og fremst um samkomulag um lokaverðið. Seljandinn og kaupandinn verða að vera sammála og verðmatið er gert til þess að finna einhvers konar verðramma.
  Tvær algengustu aðferðirnar sem eru í notkun eru sjóðstreymisaðferð og kennitölugreining.
  Sjóðstreymisaðferð er mjög nákvæm greining og kostir hennar eru miklir ef spá um framtíðarsjóðstreymi nær ekki lengra en til þriggja eða fjögurra ára. Gallarnir við þessa aðferð eru erfiðleikar við framtíðarspá vegna þess að efnahagsástandið getur breyst hratt á stuttum tíma. Flestir Íslendingar sem komnir eru til vits og ára ættu að kannast við þær breytingar sem urðu í október 2008.
  Kennitölugreining eða margfaldari var mikið notuð af Baugs mönnum þar sem hún er einföld í notkun. EV/EBITDA er mest notuð þar sem margfaldari á EBITDU er fundinn miðað við sögulegan rekstur. Samkvæmt Gunnari Sigurðssyni er enginn munur gerður á því hvort fyrirtæki eru framleiðslufyrirtæki eða þjónustufyrirtæki
  Lykilorð:Verðmat, matsaðferðir, sjóðstreymisaðferð, ávöxtunarkrafa, kennitölugreining

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 2018
Samþykkt: 
 • 20.7.2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/3226


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Verdmat fyrirtaekja - Utdrattur.pdf71.86 kBOpinnÚtdrátturPDFSkoða/Opna
Verdmat fyrirtaekja - Abstract.pdf68.78 kBOpinnAbstractPDFSkoða/Opna
Verdmat fyrirtaekja - Efnisyfirlit.pdf85.54 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna
Verdmat fyrirtaekja - Heimildaskra.pdf110.41 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna
Verdmat fyrirtaekja - Fylgiskjol.pdf71.29 kBOpinnFylgiskjölPDFSkoða/Opna
Verdmat fyrirtaekja - Heild.pdf1.28 MBOpinnHeildPDFSkoða/Opna