is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32262

Titill: 
  • Lestrarpróf og lestrargeta í samræmdum könnunarprófum Fyrstu ár í grunnskóla
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Notast var við langtímasnið þar sem grunnferli lestrar; lesfimi, sjónrænn orðaforði og orðleysur, voru mæld á þremur tímapunktum og einnig viðmiðsbreyta, nefnuhraði í fyrsta og öðrum bekk. Þessi grunnferli og viðmiðsbreyta voru svo borin saman við niðurstöður úr samræmdum könnunarprófum í íslensku og stærðfræði í fjórða bekk, og metið tengsl niðurstaðna í lestrarprófum við niðurstöður samræmda könnunarprófa. Notast var við formgerðarlíkan til að meta hvort og hvaða marki nefnuhraði hefur skýringargildi fyrir undirliggjandi breytur. Var það einnig notað til að halda utan um röð aðhvarfsgreininga sem mátu notagildi hverrar breytu fyrir sig.
    Niðurstöðurnar sýndu að nefnuhraði hafði sterka fylgni við grunnferli lestrar og skýrði mikið af áhrifum þeirra, en þessi áhrif minnkuðu eftir því sem nemendur urðu eldri og lærðu meira í skóla. Nefnuhraði sýndi einhverja fylgni við gengi í samræmdum könnunarprófum, en fylgnin var minni en við grunnferli lestrar, sem er skiljanlegt þar sem líklegra er að fleiri óþekktar breytur spili inn í niðurstöður þeirra.

Samþykkt: 
  • 24.1.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32262


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskjalpdf.pdf1.09 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing-bs.pdf446.36 kBLokaðurYfirlýsingPDF