Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/32263
Markmiðið með þessari rannsókn er að athuga viðhorf íbúa Laugardalsins til tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice og hvort hátíðin skapi að einhverju leyti ónæði fyrir íbúa á svæðinu. Í ritgerðinni verður fjallað um viðburði, hátíðir, tónlistarhátíðir, samfélagsleg áhrif viðburða, helstu einkenni góðra viðburða, viðburðastjórnun, tónlistarhátíðina Secret Solstice sem hefur verið haldin árlega í Laugardalnum síðan árið 2014 og að lokum verður greint frá niðurstöðum rannsóknarinnar og þær ræddar. Við framkvæmd rannsóknarinnar var notast við megindlegar rannsóknaraðferðir þar sem send var út spurningakönnun í gegnum samfélagsmiðilinn Facebook. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að viðhorf íbúa Laugardalsins sé frekar jákvætt heldur en neikvætt en mjög skiptar skoðanir eru þó á hátíðinni. Einnig benda niðurstöðurnar til þess að íbúar Laugardalsins verði fyrir einhverju ónæði vegna hátíðarinnar en þó ekki miklu.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Steinunn Sara Hallsdóttir - BS verkefni pdf.pdf | 1.6 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Steinunn Sara Hallsdóttir - Yfirlýsing.pdf | 48.86 kB | Lokaður | Yfirlýsing |