en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/32268

Title: 
  • Title is in Icelandic Veflausn byggð á hreinum arkitektúr: Útfærsla og greining með aðstoð SAAM
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Hreinn arkitektúr, eða Clean Architecture, er kerfisarkitektúr sem gengur út á að aðskilja hlutverk eininga (e. separation of concerns) í þeim tilgangi að þróa forrit sem auðvelt er að prófa, breyta og viðhalda. Höfundur hefur undanfarin misseri unnið með grasrótarfyrirtækinu Koride ehf. við að þróa veflausn sem stefnt er á að gefa út í snemma árs 2019. Verkefnið var unnið í samstarfi með Koride ehf. og gekk út á að hjálpa við að forrita og vinna á sama tíma skýrslu um útfærslu á Clean Architecture fyrir minnstu mögulegu útgáfu veflausnarinnar. Markmið höfundar voru að kafa dýpra í atriði sem hann lærði í námskeiðum sem fjölluðu um hugbúnaðarþróun annars vegar og vefforritun hins vegar, með sérstaka áherslu á kerfisarkitektúr og fullstafla (e. full-stack) vefforritun. Aðferðir úr tengdum námskeiðum voru notaðar til að forrita, hanna og greina útfærslu Koride á Clean Architecture fyrir veflausnina. Útfærslan var einnig krufin m.t.t. kröfulýsinga hagmunaaðila með aðstoð SAAM (Software Architecture Analysis Method). Minnsta mögulega útgáfan verður tilbúin til notkunar í febrúar 2019, byggð á grunni Clean Architecture, og því má segja að meginmarkmiði verkefnisins hafi verið náð.
    Þá reyndist arkitektúrinn einkar vel sem grunnur fyrir þau atriði sem Koride ehf. lagði áherslu á að skiluðu sér í hugbúnaðinum, þ.e. viðhald og sveigjanleiki. Vegna seinkana gáfust ekki tími né aðstæður til að greina aðra þætti eins og afkastagetu og skilvirkni.

Sponsor: 
  • Sponsor is in Icelandic Koride ehf.
Accepted: 
  • Jan 25, 2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32268


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Veflausn byggð á hreinum arkitektúr útfærsla og greining með aðstoð SAAM.pdf1.44 MBOpenComplete TextPDFView/Open
Yfirlýsing um meðferð verkefnis.pdf781.99 kBLockedYfirlýsingPDF