is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32272

Titill: 
 • Titill er á ensku Investigating the role of MITF and IRF4 in cell cycle regulation and transcription of the immune modulator CD274 (PD-L1) in melanoma.
 • Rannsókn á hlutverki MITF og IRF4 í stjórnun frumuhringsins og umritun á ónæmismiðlinum CD274 (PD-L1) í sortuæxli.
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Illkynja sortuæxli er banvæn tegund húðkrabbameins sem er vaxandi ógn við nútíma samfélag þar sem sjúkdómurinn tekur fleiri líf en nokkur önnur tegund húðkrabbameins. Árangusríkasta meðferðin á illkynja sortuæxli er ónæmismeðferð þar sem mótefni eru notuð til að koma í veg fyrir T-frumu óvirkjun með því að hindra PD-1/PD-L1 tengingu milli sortuæxlisfrumna og virkjaðra T frumna.
  Umritunnarþátturinn MITF er nauðsynlegur fyrir sérhæfingu og þroskun litfrumna en er einnig sortuæxlisgen sem eflir framvindu frumuhrings og lifun sortuæxlisfruma. IRF4 er umritunarþáttur sem gegnir lykilhlutverki í ónæmiskerfinu við sérhæfingu T frumna. Nýlegar rannsóknir hafa sýnt að IRF4, í samstarfi við MITF, gegnir hlutverki við að virkja tjáningu týrósínasa, ensíms sem er nauðsynlegt fyrir myndun litarefnisins melaníns í litfrumum og sortuæxlisfrumum.
  Í þessari ritgerð voru könnuð áhrif þess að þagga MITF og IRF4 á umritun PD-L1 gensins og stjórnun frumuhringsins í sortuæxlisfrumum. Niðurstöðurnar sýndu að þöggun MITF og IRF4 í sortuæxlisfrumum hafði smávægileg áhrif á stjórnun frumuhringsins. Þegar MITF genið var þaggað voru hlutfallslega fleiri frumur sem hófu að tvöfalda erfðaefni sitt og hefja frumuskiptingu. Öfug áhrif mátti hins vegar greina þegar IRF4 og bæði MITF og IRF4 voru þögguð niður en þá mátti greina fleiri frumur sem ekki höfðu hafið frumuskiptingu.
  Magngreining á MITF, IRF4 og CD274 (PD-L1) cDNA sameindunum benda til þess að umritun á PD-L1 aukist þegar MITF er þaggað og aukningin verði enn meiri við þöggun á IRF4 eða samblöndu af bæði MITF og IRF4.
  Þessar niðurstöður sýna að MITF og IRF4 þöggun gæti haft áhrif á stjórnun frumuhringsins og umritun á CD274 í sortuæxlisfrumum. Þar sem prímerarnir sem notast var við til að magna upp IRF4 og CD274 reyndust mjög slæmir og skiluðu ómarktækum niðurstöðum þyrfti að endurtaka magngreiningarnar á þessum genum með nýjum prímerum til að fá áræðanlegri niðurstöður.

 • Útdráttur er á ensku

  Malignant melanoma, a deadly type of skin cancer, is an increasing threat to modern society, claiming more lives than any other kind of skin cancer. The most promising treatment of malignant melanoma is immunotherapy that utilises antibodies to inhibit T-cell inactivation by blocking PD-1/PD-L1 interaction between melanoma cells and activated T-cells.
  The transcription factor MITF is vital to melanocyte differentiation and development as well as a melanoma oncogene. Mitf acts by upregulating genes promoting cell cycle progression and survival. IRF4 is a transcription factor that plays a crucial role in the immune system as a vital factor in T cell differentiation. Recent studies have shown that IRF4, in cooperation with MITF, plays a role in activation of the expression of Tyrosine an essential enzyme for melanin synthesis in melanocytes.
  In this report, the effects of MITF and IRF4 knock down on cell cycle regulation and PD-L1 transcription in melanoma cells were investigated. The findings show that the knockdown of MITF and IRF4 in melanoma cells did not affect the regulation of the cell cycle severely. When the MITF gene was silenced, an increase in cells doubling their DNA and starting cell division was observed. The opposite effect was observed when IRF4 and the combination of MITF and IRF4 were silenced; more cells were then detected that had not ventured on into cell division.
  The qRT-PCR (quantitative reverse transcription polymerase chain reaction) data gathered suggests that the transcription of PD-L1 is increased when MITF is silenced and even more so when IRF4 and the combination of MITF and IRF4 are knocked down.
  These results indicate that MITF and IRF4 silencing may affect cell cycle regulation and transcription of CD274 in melanoma cells. However, since the primers used to amplify IRF4 and CD274 turned out to be of insufficient quality yielding poor results, this experiment needs to be repeated with new primers to get more reliable results.

Samþykkt: 
 • 25.1.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/32272


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bs_Ritgerð_AuðurEiríksdottir.pdf4.75 MBLokaður til...01.12.2026HeildartextiPDF
Lokaverkefni Yfirlýsing.pdf595.85 kBLokaðurYfirlýsingPDF