is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32275

Titill: 
  • „Hver á heima hér?“ : Um dyrabjöllu- og póstkassamerkingar út frá sjónarhorni grafískrar hönnunar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verða aðferðirnar sem við notum í dag til að merkja heimili – dyrabjöllur eða póstkassa – með nöfnum heimilisfólks skoðaðar út frá sjónarhorni grafískrar hönnunar og þá sérstaklega upplýsinga- og leiðarvísahönnunar. Margt getur haft áhrif á ákvörðunartöku fólks varðandi útlit slíkra merkinga og skiptir þar til að mynda efnisnotkun og framsetning upplýsinga máli.Þá þarf einnig að líta til samhengis og aðstæðna: er um að ræða blokk, einbýli, anddyri, sérinngang og svo framvegis. Þá má einnig nefna að aldur, kyn og fjöldi heimilisfólks getur skipt máli varðandi ákvarðanir og framsetningu. Í þriðja lagi er einnig áhugavert að skoða hvers konar efni og tól eru notuð hverju sinni til slíkra merkinga. Ýmis atriði sem snerta hönnun og hönnunarvinnu, til dæmis grafískra hönnuða, fara því í gegnum huga okkar – meðvitað og ómeðvitað – þegar kemur að einfaldri hönnun, eins og að merkja eigin dyrabjöllu eða póstkassa. Í því samhengi má segja að slíkar merkingar séu eins konar alþýðuhönnun, það er að segja hönnun sem almenningur stundar og tekur að sér, án þess að litið sé beinlínis á slíkt sem hönnunarvinnu og hvað þá upplýsingahönnun. Í ritgerðinni eru slíkar merkingar skoðaðar sem alþýðuhönnun meðal annars út frá kenningum í þjóðfræði varðandi híbýlarannsóknir og liminality (tímabundnar merkingar).

Samþykkt: 
  • 25.1.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32275


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hver-á-heima-hér-1.pdf790.83 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna