is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Listaháskóli Íslands > Listkennsludeild / Department of Arts Education > Lokaritgerðir / Theses (MA, M.Art.Ed.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32276

Titill: 
  • Listir og mannréttindi : greinar Barnasáttmálans kenndar í gegnum skuggaleikhús
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessu meistaraprófsverkefni voru gerð drög að kennsluaðferð þar sem kenndar voru greinar úr samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna í gegnum listform skugga- leikhússins. Við uppbyggingu kennsluaðferðarinnar var notuð aðferðarfræði reynslunáms- kenningar David Kolbs. Kennslan fór fram í formi smiðju. Haldnar voru tvær smiðjur í samstarfi við Reykjarvíkurborg, Höfða Friðarsetur og Háskóla Íslands. Nemendur í smiðjunum voru á aldrinum 11-12 ára og í annarri smiðjunni voru 15 nemendur en í hinni 29 nemendur. Þetta voru fjölþjóðlegar smiðjur, þar sem nemendur töluðu mörg tungumál auk íslensku. Smiðjurnar byggðust upp á því að nemendurnir hlustuðu og horfðu á fræðsluefni um valdar greinar Barnasáttmálans og unnu upp úr þeim skuggaleikrit. Þetta gerðu þeir í gegnum reynslunám, þar sem þeir unnu hugmyndavinnu, handrit og leikbrúður. Að lokum sýndu nemendurnir leikritið að viðstöddum áhorfendum, sem voru aðrir nemendur skólanna og foreldrar. Við uppbyggingu smiðjanna var unnið út frá kenningum mannréttindakennslunnar og þá sérstaklega farið í Barnasáttmálann og innleiðingu hans á Íslandi. Farið var yfir sögu og möguleika í kennslu í gegnum skugga, listkennslu og samþættingu hennar við bókleg fög. Til að meta árangur kennsluaðferðar- innar og smiðjanna í heild, var bæði samtal á milli nemenda og kennara og auk þess var lagður fyrir þá spurningalisti. Spurningalistinn var lagður fyrir 25% heildarfjölda nemenda smiðjanna sem ýmist voru sjálfboðaliðar eða valdir með slembiúrtaki. Niðurstöðurnar komu vel út, almenn ánægja var með kennsluaðferðina hjá nemendum og þeir náðu að skilja og túlka inntak greina Barnasáttmálans í gegnum skuggaleikhúsið.

  • Útdráttur er á ensku

    In this master‘s project a teaching method was outlined whereby articles of the UN Convention of the Rights of the Child were taught through shadow theatre. The pedagogical method used was David Kolb‘s model of experiential learning. Two workshops were held, held in collaboration with the City of Reykjavik, the Höfði Peace Center and the University of Iceland. Students’ ages were between 11 and 12, one group had 15 students, and the other 29 students. The composition of the student groups was multi-national with several students speaking other languages in addition to Icelandic. The workshop was based on students listening to and watching informational sources on selected articles of the Convention and developing from those their own shadow theatre productions. They did this through experiential learning, i.e. conceptual work, scripts and puppets. The final outcome was a production attended by parents and other students. Theories on human rights education were used to develop the workshop, and the Convention and its application in Iceland was introduced. To assess the efficacy of the teaching method and the workshops as a whole, conversations between the teacher and students were held and 25% of the students (those who volunteered or were selected as a random sample) responded to a questionnaire. The results were positive, there was general satisfaction among students with the teaching method and they gained and were able to interpret articles of the Convention through shadow theatre.

Samþykkt: 
  • 25.1.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32276


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Listir-og-mannréttindi_lokaútgáfa_X-2.pdf2.12 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna