is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3228

Titill: 
 • Leið til árangurs : stefnumótun íslenskra fyrirtækja
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð er gerð grein fyrir stefnumótun og hvernig stefnumótunarferlið myndast. Markmið rannsóknar var að sjá hvort íslensk fyrirtæki vinna almennt að stefnumótun og hvaða þættir hafa mögulega áhrif á þá vinnu. Unnið var úr tveimur rannsóknum sem gerðar voru með þriggja ára millibili og marktækar niðurstöður bornar saman. Leitast var við að finna sameiginlega þætti og skoða þróun á milli ára. Með því er reynt að meta sannleiksgildi tilgátunnar að stefnumótun íslenskra fyrirtækja sé ábótavant. Rannsóknarspurningarnar sem unnið var út frá eru: Hvert er ferli stefnumótunar og hvað þarf að leggja áherslu á við mótun og innleiðingu? Hvaða þættir hafa áhrif á stefnumótun íslenskra fyrirtækja?
  Efni rannsóknanna var margþætt og spurt var um fleiri þætti í starfsemi fyrirtækja en fjallað verður um í þessari ritgerð. Þær spurningar sem höfundur vann úr fjölluðu um stefnumótun og bakgrunn fyrirtækjanna en að auki var spurt um skipulag, mannauðsstjórnun, stjórnun þjónustugæða, gæðastjórnun og þekkingarstjórnun. Þýðislisti var fenginn frá Ríkisskattstjóra og úrtakið miðaðist við það að fá þversnið af íslenskum fyrirtækjum með stærð, staðsetningu og starfsgrein í huga. Rannsóknirnar eru megindlegar og úrvinnslan gefur tölfræðilegar niðurstöður. Tekið er tillit til marktækni svaranna við framsetningu og greiningu.
  Niðurstöður sýna að samband er á milli formlegrar stefnumótunarvinnu og einstakra þátta eins og menntunar stjórnenda, stærðar fyrirtækja og staðsetningu. Niðurstöður sýna einnig að íslensk fyrirtæki virðast almennt vera að hverfa frá stefnumótunarvinnu en talsvert algengara er að stærri fyrirtækin vinni að stefnumótun en þau minni. Höfundur metur því sem svo að stefnumótunarvinnu íslenskra fyrirtækja sé ábótavant en veltir einnig fyrir sér hver ávinningur fyrirtækjanna af stefnumótunarvinnu er í raun og veru, því ekki er að sjá samband á milli stefnumótunar og hagnaðar en slíkar vangaveltur eru efni í aðra rannsókn.
  Lykilorð: Stefnumótun, framtíðarsýn, umhverfi, auðlindir, samkeppnisforskot.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað
Samþykkt: 
 • 21.7.2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/3228


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ritgerd.pdf585.56 kBLokaður"Leið til árangurs: Stefnumótun íslenskra fyrirtækja"-heildPDF