is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32282

Titill: 
  • Hvað er svona merkilegt við það að vera fyrirmynd?: Um áhrif, vald og tilefni til að herma eftir einhverjum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er hlutverkið „fyrirmynd“ skoðuð út frá sjónarhorni þess sem horfir upp til hennar. Umfjöllunin er sett í samhengi við texta Platons, Pierre Bourdieu og Judith Butler, en kenning Wittgenstein um merkingu er höfð að leiðarljósi í gegnum ritgerðina. Þar að auki eru tvær skilgreiningar á fyrirmynd skoðaðar frá Adeno Addis og Kristjáni Kristjánssyni. Fyrirmynd er hugtak sem er mikið notað en virðist ekki fá mikla athygli í sjálfu sér sem telja má sérkennilegt í ljósi þess hve mikið er talað um fyrirmyndir.
    Einstaklingur verður fyrirmynd sökum þess að hún gefur tilefni til eftirhermu. En að sama skapi er ekki endilega svo að fyrirmyndin gefi þetta tilefni heldur frekar að aðrir taki til sín þetta tilefni. Hægt er að álíta fyrirmynd sem boðandi hlutverk í eðli sínu. En einstaklingar álíta sig ekki endilega sem fyrirmynd þó eftirherma taki skila-boðum fyrirmyndar sem boðandi. Spurningin vaknar þó hvernig eftirherman túlkar þessi skilaboð, af hvaða tilefni, fyrir hvaða markmið og hvernig möguleikar eru eftir-hermu í boði til að heppnast?
    Lögð er sérstök áhersla á að greina áhrif, vald og tilefni í tengslum fyrirmyndar og eftirhermu. Fyrirmynd hefur annars vegar visst vald yfir eftirhermu að því leyti að fyrirmynd hefur mótandi áhrif á eftirhermu. Eftirherma veitir fyrirmynd vald að vissu leyti til að hafa áhrif á sig með ýmsu móti. Tilefni til eftirhermu spilar megin þátt í því hver áhrif og vald eru í sambandinu. En getan til aðgreiningar á milli þessa tilefnis og annarra þátta eða hlutverka sem fyrirmynd spilar getur haft áhrif á túlkun og tjáningu eftirhermu á þessu tilefni. Mögulega er fyrirmynd ekki hlutverk heldur frekar lýsingar-orð. Einstaklingum er lýst sem fyrirmynd vegna þess að þeir eða þær hafa skarað fram úr eða gera eitthvað vel og veita því öðrum tilefni til að herma eftir sér.

Samþykkt: 
  • 25.1.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32282


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-ritgerð-Bjorn_Jonsson.pdf420.07 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing - Björn Jónsson.pdf301.43 kBLokaðurYfirlýsingPDF